MiðvikudagurÞetta forrit er með ólíkindum. Ég gat núna fyrst fengið það til að birta færsluna fá 28.7. Ég reyndi það sama með enska annálinn en það gekk ekki. Sem betur fer stendur til að ég skipti um forrit. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 22:49 . . .
Sunnudagur - Þó fyrr hefði veriðHér hefur ekki verið sleginn inn stafur í háa herrans tíð.Við komum heim í morgun eftir tveggja vikna dvöl í Bandaríkjunum. Við fórum til St. Louis og Boston og vorum viku á hvorum stað. Í St. Louis vorum við hjá breskum vinahjónum, Alison og Paul Hawke. Það vantaði bara einn í hópinn, bandaríska fjórhjólið í CDP-teyminu, Lara Ray. Ég talaði við hana í síma og hefði svo sannarlega viljað hitta hana í eigin persónu. Góð átylla til réttlætingar næstu Ameríkuferðar.Það dró til stórtíðinda eftir að við komum til St. Louis. Íbúðin okkar seldist! Þá er það mál úr sögunni. Nú er bara að finna aðra hið snarasta því væntanlegir eigendur vilja afhendingu þann 15. ágúst nk. Þetta verður nú meiri stormsveipurinn. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 19:19 . . .
Miðvikudagur - Metið að verðleikumÉg er sankari. Ég geymi ýmis konar smáræði til síðari nota. Í hver sinn er við pökkum búslóðinni fer eitthvað af sankinu í ruslið. Svo var einnig nú. Alltaf skal ég brenna mig á því að vanta einmitt eitthvað sem ég er nýbúin að henda. Núna hefði mig einmitt vantað afklippur neðan af gallabuxum sem þurfti að stytta. Það er sama hvað ég róta. Það kemur ekkert nýtilegt fram í leitirnar.Ég ætla að sauma innri vasa innan í handtöskuna mína. Það getur algjörlega klárað þolinmæði mína að þurfa að róta á botni töskunnar eftir smáhlutum. Þetta er oft eins og þroskaleikur á leikskóla. Maður rekur höndina niður í gin töskunnar og þreifar á innihaldi hennar án þess að sjá glóru. Ef maður er heppinn giskar maður rétt í fyrstu tilraun. Stundum endar þetta eins og góð sena í bíómynd þegar öllu heila klabbinu er sturtað út. Það hefur einn góðan kost í för með sér. Maður finnur þá stundum hluti sem maður var löngu hættur að leita að og búinn að gefa upp alla von um að finna. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 21:35 . . .
Sunnudagur - FrumþarfirVið gátum aftur sofið í eigin rúmum aðfaranótt föstudagsins. Það var allt annað líf. Maður er ekkert nema vaninn.Gólfdúkurinn kominn á eldhúsgólfið og flísarnar á holið. Þá er að koma eldhúsinnréttingunni aftur á sinn stað.Ósköp er tilvera nútímamannsins flókin. Ætli lífið hafi verið nokkuð einfaldara þegar við bjuggum í hellum á steinaldarstiginu? Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 11:41 . . .
Þriðjudagur - Er heima best?Þegar umbótunum líkur heima fyrir og allt verður komið aftur á sinn stað, ætla ég að halda "síflutningspartý". Við höfum pakkað megninu af búslóðinni sex sinnum þau ellefu ár sem við höfum búið á þessum stað. Skólpið hefur farið tvisvar, við höfum lagt parket í tveim áföngum, fyrir einu og hálfu ári brutum við niður millivegg og nú er verið að gera allt mögulegt annað. Alltaf höfum við orðið að pakka megninu af innanstokksmununum niður, færa og breiða yfir húsgögn og reyna að aðlagast þeim frumstæðu heimilishögum sem ríkt hafa hverju sinni. Næst þegar ég pakka vil ég flytja í alvörunni. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 10:54 . . .