Sunnudagur - Þó fyrr hefði veriðHér hefur ekki verið sleginn inn stafur í háa herrans tíð.Við komum heim í morgun eftir tveggja vikna dvöl í Bandaríkjunum. Við fórum til St. Louis og Boston og vorum viku á hvorum stað. Í St. Louis vorum við hjá breskum vinahjónum, Alison og Paul Hawke. Það vantaði bara einn í hópinn, bandaríska fjórhjólið í CDP-teyminu, Lara Ray. Ég talaði við hana í síma og hefði svo sannarlega viljað hitta hana í eigin persónu. Góð átylla til réttlætingar næstu Ameríkuferðar.Það dró til stórtíðinda eftir að við komum til St. Louis. Íbúðin okkar seldist! Þá er það mál úr sögunni. Nú er bara að finna aðra hið snarasta því væntanlegir eigendur vilja afhendingu þann 15. ágúst nk. Þetta verður nú meiri stormsveipurinn. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 19:19 . . .