Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

16.9.02
Mánudagur - Darraðadans

Ég er að undirbúa heimildaritgerð í félagsfræði um heilbrigðismál kvenna í kjölfar leiðtogaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg um sjálfbæra þróun. Áður en ég hóf að lesa mér til hefði ég ekki getað ímyndað mér hversu tengt þetta tvennt er.

Þetta málefni er dæmigert fyrir hinn ósamstíga dans kynjanna þar sem karlinn stýrir. Margir karlar kunna bara ekki að dansa, hvað þá að stýra. Það virðist vera minna mál fyrir konu að dansa þó hún kunni það ekki. Hún bara fylgir karlinum, reynir að lesa úr hreyfingum hans hvert hann ætlar næst og svo reynir hún að svífa með fisléttum þokkar í yfir gólfið í örmum hans. Það er þreyttur brandari að hinn klaufski karl stígur á tærnar á dömunni, afsakar sig vandræðalega með því að hann sé bara svona gerður frá náttúrunnar hendi og konan hallar undir flatt og brosir hæversklega eins og undirgefinn hundur. Það eru til dansskólar.

Af hverju segja þær aldrei í bíómyndunum: "Áiii, þú steigst á fótinn á mér!". Sjálf forðast ég að fara í skóm sem mér er mjög annt um ef ég ætla að dansa. Það eru nefnilega fleiri en karlinn minn sem troða mér um tær á dansgólfinu.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 09:59
. . .
3.9.02
Þriðjudagur - Svart á hvítu

Það er nú skjalfest að við höfum fest kaup á draumaíbúðinni. Við flytjum eftir 6 vikur. Það verður engu líkt að fá allt þetta viðbótar rými innan dyra og víðáttuna með útsýninu fyrir utan. Svo fylgir líkamsrækt með í kaupbæti, fimm hæða uppganga því engin er lyftan. Ég held að sellolítarnir á lærunum verði endanlega úr sögunni.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 14:10
. . .


. . .