Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

25.3.03
Þriðjudagur - "Gemmér"

Bush vantar meiri pening í stríð. Hann var að biðja bandaríska þingið um 70 milljarða bandaríkjadali, eða um það bil. Það á að duga í fimm mánuði. Þessi tala hefur verið umreiknuð hér í fjölmiðlum í 6 þúsund milljarða króna.
Segi og skrifa 6.000.000.000.000 krónur.
Þetta er tala sem ég get ekki skilið. Ég get ekki einu sinni séð þennan einingafjölda fyrir mér sem saltkorn í tunnu.

Eru til svona miklir peningar? Hefur bandaríski ríkiskassinn þetta fé handbært? Ef þessi peningur er búinn að liggja þarna eins og hver önnur skiptimynt af hverju er þá ekki búið að gera eitthvað gott fyrir aurana? Ef það þarf að taka þessa peninga af einhverju öðru þá mundi ég halda að einhverjir eigi heldur betur eftir að líða skort. Ég held að ég mundi fara létt með að útrýma fátækt í heiminum fyrir
kr. 6.000.000.000.000,-

Sérstakir kvennabankar eru starfræktir til að losa konur og fjölskyldur þeirra úr fjötrum fátæktar. Það væri nær að láta slíkum stofnunum eitthvað af þessum fjármunum í té.

Svona banki er í
Benin
Annar er í Sri Lanka
Svo segir UNESCO fá enn öðrum í Indlandi

Tilgangurinn er að útrýma fátækt. Þetta er stórmerkilegt starf og ég er viss um að þetta er aðferð sem virkar.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 16:30
. . .
1.3.03
Laugardagur - Sitt af hvoru tagi

All skondna sjón gat að líta í Kringlunni dag. Myndarlegur karlmaður, á að giska á þrítugsaldri, gekk ákveðnum skrefum eftir neðri hæð klasans með fangið fullt af brýnustu nauðsynjum, heilan kassa af ónefndri bjórtegund og tvöfaldan bleyjupakka. Af virðingu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar skal þess ógetið hverrar tegundar bleyjurnar voru.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 20:07
. . .


. . .