Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

2.7.02
Þriðjudagur - Er heima best?

Þegar umbótunum líkur heima fyrir og allt verður komið aftur á sinn stað, ætla ég að halda "síflutningspartý". Við höfum pakkað megninu af búslóðinni sex sinnum þau ellefu ár sem við höfum búið á þessum stað. Skólpið hefur farið tvisvar, við höfum lagt parket í tveim áföngum, fyrir einu og hálfu ári brutum við niður millivegg og nú er verið að gera allt mögulegt annað. Alltaf höfum við orðið að pakka megninu af innanstokksmununum niður, færa og breiða yfir húsgögn og reyna að aðlagast þeim frumstæðu heimilishögum sem ríkt hafa hverju sinni. Næst þegar ég pakka vil ég flytja í alvörunni.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 10:54
. . .


. . .