Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

30.11.03
Sunnudagur - Sannleikanum er hver sárreiðastur

Ég var að kvarta á öðrum annál yfir að þar til gerður reitur á þeim stað væri ekki nógu stór til að ég gæti skráð þar slóðina að annálnum mínum. Ein góð með sig! Það eru liðnir fimm mánuðir síðan ég lét svo lítið að bæta við einum einasta slætti.

Staðtölur segja víst að blogg endist að jafnaði ekki lengur en eitt ár. Mér hrís hugur við þeirri staðreynd að ég hef fyllt þann flokk meðal-Jóna. Líkamshæð mín og líkamsþyngd falla utan við meðallag. Ég verð að taka því sem áskorun að rísa up yfir meðalmennskuna og fara að skrifa eitthvað.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 11:37
. . .


. . .