Laugardagur - Vinnan göfgar manninnEf vinnudagurinn hefur verið hræðilegur þá prófaðu þetta: Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson hitamæli. Önnur tegund gagnast ekki. Þegar heim er komið skaltu loka að þér, draga gluggatjöldin fyrir og taka símann úr sambandi. Farðu í þægileg föt og leggstu upp í rúmið þitt. Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Lestu leiðbeiningabæklinginn. Lestu líka smáaletrið neðst sem segir: „Allir endaþarmsmælar frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.“ Lokaðu nú augunum og segðu upphátt: „Ég gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki við gæðaprófun hjá Johnson & Johnson“Endurtaktu þetta fjórum sinnum. Hafðu það svo virkilega gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra starfi en þú. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 17:28 . . .
Miðvikudagskvöld - Frumgerðin?Svo var það húsnæðisauglýsingin um 2ja herbergja leiguíbúð með húsgögnum og hljóðfæri, „snygli“.Hvernig hljóðfæri er snygill? Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 18:46 . . .
Miðvikudagur - ÞyngsliFyrirsögn á forsíðu tímarits:„Þriggja barna móðir losaði sig við 32 kíló“Ég þurfti ekki að kaupa blaðið til að skilja hvað hún gerði. Hún losaði sig við eitt til tvö börn, allt eftir þyngd. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 11:19 . . .