Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

11.2.03
Þriðjudagur - Hvíl í friði

Bandarískir meinafræðingar eru farnir að róta í líkamsleifum fólks sem fórst 11. september 2001 í New York. Tilgangurinn er að reyna að aðgreina leifar hryðjuverkamanna og fórnarlamban. "Til stendur að líkamsleifar flugræningjanna verði fjarlægðar úr minningargrafreit borgarinnar þar sem óþekktar líkamsleifar fórnarlamba árásarinnar eru geymdar."
(www.mbl.is / 11.02.03)

Jennie Farrell, formaður samtaka eftirlifandi fórnarlamba árásanna segir: "Við viljum ekki að líkamsleifar þessara villimanna liggi á meðal líkamsleifa þess saklausa, dásamlega fólks sem við misstum 11. september". (www.mbl.is / 11.02.03)

Af hverju mega látnir ekki hvíla í friði? Hvað á að gera við líkamsleifar glæpamannanna? Það er nefnilega ekki búið að ákveða það. Festa þær á stjaka á almannafæri, öðrum til varnaðar? Það er ekki síður verið að raska ró saklausa, dásamlega fólksins. Ég er viss um að þeim er alveg sama þar sem þau eru núna. Þetta umrót er ekki fyrir þau gert.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 11:43
. . .


. . .