Laugardagur - Það er lifandi!Ég vinn í Húsasmiðjunni. Ég sá í búðinni í dag fullt af fólki sem ég hélt alltaf að væri bara til í Séð og heyrt. Reyndar hef ég séð mikið af þessu fólki í Innlit-útlit líka en það styrkti bara enn frekar sannfæringu mína um uppspuna. Maður hefði getað slysast til að halda að eitthvað af þessu fólki hefði rambað inn í Húsasmiðjuna til að kaupa eitthvað "uppbyggilegt" fyrir endurbæturnar heima fyrir því manni heyrist að það kaupi bara einhver hreysi. Auðvitað skreppa iðnaðarmennirnir sjálfir í búðirnar eða auparið er sent. Það á sér því ósköp eðlilega skýringu að þetta fólk eigi ekki erindi í Húsasmiðjuna á virkum degi til að kaupa skrúfur eða annan eins hversdags varning. Það bregst ekki að það segi Völu Matt að það hafi bara orðið að moka öllu út þegar það keypti grenið. Aumingja fólkið sem bjó þar áður. Ég efast um að nokkurn tíma hafi hvarflað að fyrri eigendum að hýbýli þeirra væru ekki mannabústaðir. Nú þarf að skreyta öll herlegheitin svo allt verði brilljant um jólin. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 18:55 . . .