Miðvikudagur - Metið að verðleikumÉg er sankari. Ég geymi ýmis konar smáræði til síðari nota. Í hver sinn er við pökkum búslóðinni fer eitthvað af sankinu í ruslið. Svo var einnig nú. Alltaf skal ég brenna mig á því að vanta einmitt eitthvað sem ég er nýbúin að henda. Núna hefði mig einmitt vantað afklippur neðan af gallabuxum sem þurfti að stytta. Það er sama hvað ég róta. Það kemur ekkert nýtilegt fram í leitirnar.Ég ætla að sauma innri vasa innan í handtöskuna mína. Það getur algjörlega klárað þolinmæði mína að þurfa að róta á botni töskunnar eftir smáhlutum. Þetta er oft eins og þroskaleikur á leikskóla. Maður rekur höndina niður í gin töskunnar og þreifar á innihaldi hennar án þess að sjá glóru. Ef maður er heppinn giskar maður rétt í fyrstu tilraun. Stundum endar þetta eins og góð sena í bíómynd þegar öllu heila klabbinu er sturtað út. Það hefur einn góðan kost í för með sér. Maður finnur þá stundum hluti sem maður var löngu hættur að leita að og búinn að gefa upp alla von um að finna. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 21:35 . . .