Laugardagur - Vinnan göfgar manninnEf vinnudagurinn hefur verið hræðilegur þá prófaðu þetta: Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson hitamæli. Önnur tegund gagnast ekki. Þegar heim er komið skaltu loka að þér, draga gluggatjöldin fyrir og taka símann úr sambandi. Farðu í þægileg föt og leggstu upp í rúmið þitt. Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Lestu leiðbeiningabæklinginn. Lestu líka smáaletrið neðst sem segir: „Allir endaþarmsmælar frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir.“ Lokaðu nú augunum og segðu upphátt: „Ég gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki við gæðaprófun hjá Johnson & Johnson“Endurtaktu þetta fjórum sinnum. Hafðu það svo virkilega gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra starfi en þú. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 17:28 . . .