Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

4.6.04
Föstudagur - Ekki er sopið kálið...

Mér svelgdist á sérríinu hér við tölvuna, ekki bara af því að drykkurinn sé svona þurr heldur vegna þess að ég rak augun í að annar hefur sett upp tengil yfir á annálinn minn. Þessi annáll er að veslast upp.

Áhugasömum lesendum vil ég benda á enska annálinn minn hér til hliðar. Sá hefur fengið smá andlitslyftingu. Þar er ég að skrifa um handavinnuna mína, bútakúnst, sem útleggst listrænn bútasaumur. Ég er að vinna að verkefni sem fer á sýningu í Bandaríkjunum í haust. Þetta verða níu stykki, eitt unnið á mánuði og svo fara fjögur þeirra á sýninguna.

Hér má sjá sýnishorn af verkunum á sýningunni í fyrra,
Journal Quilts 2003.

Á sama vef má finna teppi sem ég gerði fyrir verkefni sem hét "Depression: Uncovering the darkness". Teppið mitt heitir "Soul Emissary". Nánari lýsingu á verkinu er að finna þar. Þetta er vefgallerí eingöngu.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 22:48
. . .
26.5.04
Hvernig stendur á því að í hvert sinn sem Blogger breytir ásýnd sinni dettur eitthvað úr sambandi við uppfærslu annála?



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 18:19
. . .
1.2.04
Sunnudagur - Fótskriða

Loksins er komin skýring á því hvers vegna fólki verður stundum fótaskortur á tungunni.

Netfréttaþjónustan Mál og miðlun ehf. sá Doktor.is fyrir þessari
frétt:

Margir ökumenn hafa tamið sér þann ágæta sið að stöðva bílinn þegar farsíminn hringir. Ef þeir eru fótgangandi ættu þeir líka að láta staðar numið. Þetta er að minnsta kosti álit ástralskra vísindamanna sem vara fólk við því að tala á göngu.

Skýringin á þessari viðvörun er sú að tal og öndun stýrist af sama hluta heilans. Misfarist boð um miðtaugakerfið vegna þess að fólk talar á göngu gæti það leitt til meiðsla því magavöðvar sem eiga að vernda hrygginn bregðast hlutverki sínu, segja vísindamennirnir. Afleiðingin gæti verið slæmur bakverkur eða slæmt fall.

(Mál & Miðlun ehf. – Netfréttaþjónusta).





Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 23:48
. . .
7.1.04
Tilraun til að flytja annálinn yfir á annan vefþjón



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 15:19
. . .
30.11.03
Sunnudagur - Sannleikanum er hver sárreiðastur

Ég var að kvarta á öðrum annál yfir að þar til gerður reitur á þeim stað væri ekki nógu stór til að ég gæti skráð þar slóðina að annálnum mínum. Ein góð með sig! Það eru liðnir fimm mánuðir síðan ég lét svo lítið að bæta við einum einasta slætti.

Staðtölur segja víst að blogg endist að jafnaði ekki lengur en eitt ár. Mér hrís hugur við þeirri staðreynd að ég hef fyllt þann flokk meðal-Jóna. Líkamshæð mín og líkamsþyngd falla utan við meðallag. Ég verð að taka því sem áskorun að rísa up yfir meðalmennskuna og fara að skrifa eitthvað.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 11:37
. . .


. . .