Á sama vef má finna teppi sem ég gerði fyrir verkefni sem hét "Depression: Uncovering the darkness". Teppið mitt heitir "Soul Emissary". Nánari lýsingu á verkinu er að finna þar. Þetta er vefgallerí eingöngu.
Margir ökumenn hafa tamið sér þann ágæta sið að stöðva bílinn þegar farsíminn hringir. Ef þeir eru fótgangandi ættu þeir líka að láta staðar numið. Þetta er að minnsta kosti álit ástralskra vísindamanna sem vara fólk við því að tala á göngu.
Skýringin á þessari viðvörun er sú að tal og öndun stýrist af sama hluta heilans. Misfarist boð um miðtaugakerfið vegna þess að fólk talar á göngu gæti það leitt til meiðsla því magavöðvar sem eiga að vernda hrygginn bregðast hlutverki sínu, segja vísindamennirnir. Afleiðingin gæti verið slæmur bakverkur eða slæmt fall. (Mál & Miðlun ehf. – Netfréttaþjónusta).