Föstudagur - Ekki er sopið kálið...Mér svelgdist á sérríinu hér við tölvuna, ekki bara af því að drykkurinn sé svona þurr heldur vegna þess að ég rak augun í að annar hefur sett upp tengil yfir á annálinn minn. Þessi annáll er að veslast upp. Áhugasömum lesendum vil ég benda á enska annálinn minn hér til hliðar. Sá hefur fengið smá andlitslyftingu. Þar er ég að skrifa um handavinnuna mína, bútakúnst, sem útleggst listrænn bútasaumur. Ég er að vinna að verkefni sem fer á sýningu í Bandaríkjunum í haust. Þetta verða níu stykki, eitt unnið á mánuði og svo fara fjögur þeirra á sýninguna.Hér má sjá sýnishorn af verkunum á sýningunni í fyrra, Journal Quilts 2003.Á sama vef má finna teppi sem ég gerði fyrir verkefni sem hét "Depression: Uncovering the darkness". Teppið mitt heitir "Soul Emissary". Nánari lýsingu á verkinu er að finna þar. Þetta er vefgallerí eingöngu. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 22:48 . . .