Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

18.8.02
Sunnudagur - Takk fyrir síðast

"Maður hefur bara ekkert séð þig!" Mig langar alltaf til að svara: "Nú, er það!"

Reyndar læt ég út úr mér: "Já, hvar hefur þú verið?" Mér finnst svo asnalegt að segja annarri manneskju eitthvað í fréttaformi sem báðir aðilar vita jafnvel. Mér finnst líka að ef maður saknar einhvers svo óskaplega að maður þurfi að finna að fjarverunni loksins þegar við hittumst þá gæti sá hinn sami alveg verið búinn að gera eitthvað í málunum ef návist mín er slíkt hjartans mál.

Í vikunni las ég úr minningargrein eitthvað á þessa leið:

"Jonni minn, það átti fyrir þér að liggja að vera tvíkvæntur. Fyrri kona þín var Guðrún Pálsdóttir. Þið slituð samvistum. Þú kynntist seinni konunni þinni nokkru síðar og þið bjugguð ykkur fallegt heimili í Breiðholtinu. Þú varst alltaf svo glaður þegar við litum inn."

Hvað ef líkið sneri sér við í gröfinni og segði: "Ha?"



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 22:48
. . .


. . .