Sunnudagur - Af hverju ekki konur?Nú er gengið í gildi bann við einkadansi á nektarbörum í Reykjavík. Ég heyrði í hádegisfréttunum að eigendur slíkra staða barma sér ekki mikið, segjast verða af einhverjum tekjum en það sé ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég er fegin að heyra að það skuli ekki hafa verið fjárhagslegir hagsmunir þeirra sem voru í húfi þegar þeir mótmæltu fyrirætlunum borgaryfirvalda um að sporna við þessari þróun tjáningarfrelsisins erlendra listamanna.Annað er það sem vekur athygli mína í allri umræðu um þessi mál. Manneskjurnar sem dansa eru alltaf kallaðar "stúlkur". Stelpur eru óábyrgar og ósjálfstæðar, stelpur leika sér og þarfnast umsjár karlmanna sem geta gert þær út. Að kalla þær "stúlkur" gegnir ekki öðrum tilgangi en að ópersónugera þær. Þær eru fullorðnar manneskjur, konur."Kona", kallar á virðingu. Það vísar til vitsmunaveru, eiginkonu, móður og systur. Mundi þessa karla langa til að horfa á eiginkonu sína, móður eða systur skekja sig á speglasviði undir slefandi eggjunarhrópum? Mundu karlar vilja horfa upp á dóttur sína sötra kampavín í beinharðri kjöltu fnæsandi viðskiptavinar? Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 14:26 . . .