Fimmtudagur - MerkisdagurMerkisdagur í dag. Það eru liðin 24 ár síðan ég ákvað að trúin yrði hluti af veruleika mínum. Líf mitt breyttist ekki og ekki heldur ég. Alla jafna er þetta ekki ákvörðun sem tekin er á einum degi. Hún á sér aðdraganda og tekur líka sinn tíma að mótast eftir á. Trúin hefur haft sín áhrif á lífsgildi mín og stefnu. Ég sé ekki eftir því. Trúin hefur vissulega líka flækt líf mitt til muna því hún vekur með mér ábyrgðartilfinningu gagnvart lífinu sem mér er gefið. Það er ekki endilega trúnni að kenna heldur reyni ég stundum um of að vanda mig og tek tilveruna of hátíðlega. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 14:30 . . .