Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

9.6.02
Sunnudagur ennþá - Adam var ekki lengi í paradís

Ég var að þrífa gluggakistuna í eldhúsinu. Þar sem við búum á jarðhæð verður þessi gluggakista, sem og allar hinar í íbúðinni, að vinsælum áfangastað roðmaura. Undanfarin ár höfum við getað takmarkað aðgang þeirra að þessari paradís með því að nota flugnapenna. Við strikuðum bara eftir gluggakistunni endilangri og þeir gáfu upp öndina nánast um leið og þeir fóru yfir strikið. Eiginmaðurinn fór út á bensínstöð í gær til að birgja okkur upp af þessu stórvirka efnavopni. Þar var honum tjáð að pennarnir hefðu verið teknir af markaði því að í þeim hefði verið hættuleg efni.

Sko, þess vegna notuðum við svona penna. Ég get ekki ímyndað mér að roðmaurarnir hafi bara platað okkur og þóst vera dauðir.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 12:02
. . .


. . .