Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

14.6.02
Föstudagur - Litla gula hænan

Ég átti leið um Hverfisgötuna í dag. Mikið er ég fegin að hafa ekki verið í gulu sumardragtinni minni. Ég hefði annað hvort verið handtekin eða skotin af færi. Það var víst einhver á ferðinni sem hafði látið lögguna vita að hann þyldi ekki gulan lit. Eins gott að hann var hér ekki um páskana. Yfirvöld hefðu þá kannski fellt niður hátíðina að sinni í virðingarskyni við ferðalanginn.

Ég þoli ekki bleikan. Eins gott að Bára er flutt af Hverfisgötunni.



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 21:28
. . .


. . .