Snittur
. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

Vefannall: hugarflugur og uturdurar

21.6.02
Föstudagur - Einu sinni, einu sinni enn

Við erum að pakka, einu sinni enn. Þó ekki til að flytja frekar en fyrri skiptin. Í tvígang hefur þurft að vinna í skólplögnunum með tilheyrandi múrbroti. Þá þurfti að pakka í bæði skiptin. Svo var lagt parket á nokkur gólf. Þá þurfti að pakka að hluta og selflytja á milli herbergja. Síðan rifum við niður vegg. Þá þurfti að pakka.

Núna verður ráðist í að steypa í gólfið öðru megin við horfna vegginn. Það reyndist miklu lægra en hinu megin. En fyrst þarf að tæma eldhúsið, fjarlægja neðri hluta innréttingarinnar, rífa upp gólfdúkinn og skafa gólfið. Múrarinn sagðist mæta klukkan 8:30 á mánudaginn. Svo þurfum við að rífa gólfteppið af holinu og hreinsa upp allt teppalímið. Eftir það verða lagðar lakkaðar, mexíkóskar flísar á gólfið.

Það verður þrautin þyngri að búa aftur til mannabústað. Dúkleggja eldhúsgólfið, málarinn að spartla og mála og smiðurinn að saga og negla.

Svo vil ég bara selja slotið. Kaupandi óskast að þriggja herbergja íbúð!



Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 21:47
. . .


. . .