Fimmtudagur - Og þá var kátt í höllinniEiginmaðurinn átti afmæli í gær. Heima hjá okkur er alltaf til kaka þegar einhver á afmæli, hvort sem það er veisla eða ekki. Ég ákvað að gleðja hann með því að búa til uppáhalds rjómatertuna hans. Í 20 ára hjúskap okkar hef ég aldrei búið þessa tertu til! Það er búið að baka allar hugsanlegar útgáfur hingað til en ekki þessa því mér fannst hún ekki spennandi.Viti menn, þegar sest var að borðum fékk ég mér sneið og er nú orðin forfallinn aðdáandi uppáhaldstertu ektamakans. Ritað hefur Ólöf I. Davíðsdóttir 19:50 . . .