![]()  
	 | 
	||
	- FRJÁLS NÁLGUN Í BÚTASAUMI -Námskeið fer fram í versluninni 
	Frú Bóthildi að Síðumúla 35, 
	 Námskeiðið kostar kr. 9.500,- Um námskeiðið: Bútakúnst er samtímaleg þróun út frá aðferðum hefðbundins bútasaums. Þar er unnið eftir eigin hönnun með blandaðri tækni í frjálsum formum í stað fastmótaðra mynstra kynslóðanna. Á þessu námskeiði verður unnið að því að virkja sköpunargáfuna og efnisgera - bókstaflega - þær myndir sem hún málar í huga okkar. Námskeiðið verður í formi fyrirlestra með skýringamyndum og sýnishornum, hópvinnu og umræðum ásamt persónulegri leiðsögn. Gerðar verða ýmsar æfingar til að þjálfa huga og hönd, ýmist í taui eða pappír. Unnið verður að mörgum æfingastykkjum sem verður ekki endilega lokið á námskeiðinu. Ýmis heimaverkefni verða unnin á milli tímanna og stuðst verður við úrlausnir þeirra í seinni tímanum. Nemendur setja saman sína eigin vinnubók sem gæti orðið uppáhaldsbókin þeirra og ómetanlegt uppflettirit með tíð og tíma! Hæfniskröfur fyrir nemendur: Til að geta tekið þátt í námskeiðinu þarftu að kunna vel á saumavélina sem þú ætlar að nota í tímunum. Þú þarft líka að kunna að nota skurðarhníf og skurðarstiku eins og notuð eru í hefðbundnum bútasaumi. Það verður ekki kennt á saumavélar og heldur ekki skurðarhnífa. Það er algjör krafa að þú sért til í að prófa eitthvað sem þú hefur ekki gert áður. Þú verður að vera fús til að reyna að gera eitthvað öðru vísi en áður, ef þörf krefur. Og jafnvel bara "af því bara". Þú þarft ekki að kunna bútasaum.  Hins vegar er óviðráðanlega löngun til að vekja sálina og næra hana gott vegarnesti. Þú þarft að voga þér að láta þig dreyma, upphátt og í hljóði, láta feimni þína og fælni þér í léttu rúmi liggja, rétt sem snöggvast, og láta vaða! Bútakúnst gæti einmitt verið sá persónulegi tjáningarmiðill sem hentar þér. Efnis- og áhaldalisti: 
 
 Nákvæmur efnislisti verður sendur skráðum þátttakendum er nær dregur námskeiði. 
	Allar myndir á þessum vef eru eign 
	Ólafar I. Davíðsdóttur
	 Vefnaður: Snorri Halldórsson, 29. febrúar 2004  |