![]()  
	 | 
	||
	![]() Ég heiti Ólöf I. Davíðsdóttir og mun leiðbeina á námskeiðinu um bútasaumsgerð sem ég hef gefið heitið "Bútakúnst" Bútakúnst, sem útleggst "art quilting" upp á ensku, er sú útfærsla sem náði að vekja með mér hina óslökkvandi ástríðu bútasaumsins. Ég er sjálfmenntuð í bútasaumi og hef hingað til verið einfari á þeim vettvangi. En nú er kominn tími til að koma úr felum og leggja efnin á borðið. Uppfræðslu hef ég fengið af bókum og vefsíðum og hika ekki við að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur í tilraunum mínum. Enda byggi ég á 30 ára reynslu af almennum saumaskap. Núna vinn ég m.a. að veggteppum sem sýnd verða á International Quilt Festival í Houston, USA, í haust. Allar myndir á þessum vef eru eign 
	Ólafar I. Davíðsdóttur
	 Vefnaður: Snorri Halldórsson, 29. febrúar 2004  |