Mikilvægir sögulegir atburðir
frá 1600 til 2000

Svartur texti eru átök og stríð fjögurra alda en
rauður texti eru mikilvæg ártöl í Íslandssögunni

1602-1855 Einokunartímabilið síðara.

1611-1613 Kalmarstríðið; Danmörk gegn Svíþjóð.

1618-1648 Þrjátíu ára stríðið; mótmælendaríki gegn kaþólikkaríkjum.

1643-1645 Þorsteinsson stríðið; Danmörk gegn Svíþjóð og Hollandi.

1657-1658 Sænskastríðið fyrra; Danmörk gegn Svíþjóð.

1658-1660 Sænskastríðið seinna; Danmörk gegn Svíþjóð.

1660 Erfðaeinveldi lögleitt í Danmörku.

1662 Kópavogssamningurinn, Ísland afsalar sér sjálfstæði og felur Danakonungi alræðisvald eins og önnur landsvæði Danakonungs.

1654-85 Ofsóknir gegn göldrum, galdrabrennur.

1675-1679 Skánskastríðið; Danmörk gegn Svíþjóð.

1683 Breytingar á stjórnarháttum, amtmanns- og landfógetaembætti komið á.

1703 Fyrsta manntal á Íslandi.

1700-1720 Norðurlandastríðið mikla; Danmörk gegn Svíþjóð.

1751-1770 Iðnaðarstofnanir reistar og starfræktar eftir umbótatillögum Skúla landfógeta.

1788 Stríð við Svíþjóð; Danmörk gegn Svíþjóð.

1783-85 Móðuharðindin.

1787 Rýmkað um verslunarhöftin.

1800 Upphaf rómantísku stefnunnar í Evrópu.

1800-1813 Napóleonstríðin; Danmörk og Frakkland gegn Bretlandi, Svíþjóð, Prússlandi og Þýskalandi.

1809 Jörundur hundadagakonungur (Jörgen Jörgensen) rænir völdum á Íslandi og stjórnar í tæpt eitt ár. Færir Íslandi skammlíft sjálfstæði yfir sumarið.

1814 Noregur gengur úr ríkjasambandi við Danmörku og endar á því að ganga í ríkjasamband við Svíþjóð.

1845 Alþingi endurreist í Reykjavík.

1848-1850 Slésvíkur-Holsteinstríðið fyrra / Þriggja ára stríðið; Danmörk gegn Þýskalandi og Prússlandi.

1851 Þjóðfundurinn um stjórnskipan Íslands, haldinn í Reykjavík.

1855 Verslunarhöftin afnumin.

1863-1864 Slésvíkur-Holsteinstríðið seinna / Stríðið 1864; Danmörk gegn Prússlandi, Austurríki og Þýskalandi.

1871 Stöðulögin sett á þingi Dana.

1873 Stofnað landshöfðingjaembætti.

1874 Sett stjórnskipunarlög, Alþingi fær löggjafarvald og fjárveitingavald.

1870-1900 Fólksflutningarnir miklu frá Íslandi til Ameríku, tæpur þriðjungur þjóðarinnar flyst til Kanada og Bandaríkjanna.

1904-1918 Heimastjórnartímabilið.

1914-1918 Heimsstyrjöldin fyrri; Bandamenn, þ.e. Bretar, Frakkar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn, Belgar, Hollendingar, Ítalir, Rússar, Serbar, Ástralir og Nýsjálendingar gegn Miðveldunum, þ.e. Þjóðverjum, Austurríkismönnum-Ungverjum, Búlgörum og Tyrkjum;

1918 Ísland fullvalda ríki.

1936-1939 Spænska borgarastríðið; Þjóðernissinnar/Uppreisnarmenn, þ.e. herinn, hægrisinnar og kaþólska kirkjan ásamt þýskum nasistum og ítölskum fasistum "sjálfboðaliðum" gegn Lýðveldissinnum, þ.e. lýðveldissinnar, kommúnistar, sósíalistar, anarkistar (stjórnleysingjar), Katalanar, Baskar og kirkjuandstæðingar ásamt evrópskum vinstrisinnum og ævintýramönnum með hernaðaraðstoð frá Stalín.

1939-1940 Vetrarstríðið; Finnar ásamt norrænum sjálfboðaliðum gegn innrás Rússa.

1940 Danmörk og Noregur hernumin af Þjóðverjum og Ísland af Bretum og síðar Bandaríkjamönnum.

1939-1945 Heimsstyrjöldin síðari; Bandamenn, þ.e. Bretar, Frakkar, Rússar, Norðmenn, Hollendingar, Belgar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn, Ástralir, Nýsjálendingar og Kínverjar gegn Möndulveldunum, þ.e. Þjóðverjum, Ítölum, Ungverjum, Rúmenum, Króötum og Japönum ásamt sjálfboðaliðum frá hernumdu löndunum, sérstaklega frá Danmörku og Noregi í Waffen SS.

1944 Ísland sjálfstætt ríki, endurreisir lýðveldið.

1949 Ísland gengur í Atlantshafsbandalagið (NATO).

1950-1953 Kóreustríðið; kommúnistastjórn Norður-Kóreu og Kínverjar með hernaðaraðstoð Sovétmanna gegn Suður-Kóreubúum, Bandaríkjamönnum og herjum Sameinuðu þjóðanna (Bretland, Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland, Grikkir, Belgía, Kólombía, Eþíópía, Frakkland, Holland, Lúxemborg, Filippseyjar, Suður-Afríka, Tæland, Tyrkland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Ítalía og Indland).

1957-1975 Víetnamstríðið seinna; Suður-Víetnamar og Bandaríkjamenn gegn Norður-Víetnömum, vinstrisinnuðum Víet Kong-skæruliðum með hernaðaraðstoð Kínverja og Sovétmanna.

1970-1982 Rhódesíustríðið; stjórn bresks minnihluta gegn innfæddum afrískum skæruliðum.

1945-1990 Kalda stríðið; Vesturlöndin og NATO-bandalagið, þ.e. Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Bretar, Frakkar, Vestur-Þjóðverjar, Norðmenn, Íslendingar, Danir, Hollendingar, Belgar, Lúxemborgarar, Ítalir, Portúgalar, Grikkir, Tyrkir og fleiri ríki gegn kommúnistum og Varsjár-bandalaginu, þ.e. Sovétmenn (Rússar), Austur-Þjóðverjar, Pólverjar, Tékkóslóvakar, Ungverjar, Rúmenar og Búlgarir.

1991 Persaflóastríðið; Vesturlönd ásamt Kuwait og Saudi-Arabíu gegn Írökum til að frelsa Kuwait og tryggja öruggan aðgang að olíulindunum í Persaflóanum.

1994-1996 Bosníustríðið; Serbar, Króatar og Bosníu-Múslimar berjast hver gegn öðrum; friðargæslulið NATO stillir að lokum til friðar í Bosníu.

1999 Loftárárásir NATO á Júgóslavíu til að þvinga fram frið í Kosovo þar sem Júgóslavar/Serbar berjast gegn Albönskum skæruliðum.

 

Íslenskir hermenn,
í tímaröð:

1600-1700

1700-1800

1800-1900

1900-2000

2000-2100

Vestur-Íslendingar í Kanada- og Bandaríkjaher 1914-18 og 1939-45

Íslenskir friðargæsluliðar

Heimavarnarlið Vestmannaeyja 1855-69

Lífvarðasveit Jørgen Jørgensens 1809

Mikilvægir sögulegir atburðir frá 1600 til 2000

Íslenskir hermenn:
oft er hermanns örðug gangan

Tign og hlutverk

Herskipulag