Heimavarnarlið Vestmannaeyja 1855-1875

Fræðimenn á borð við Michel Foucault hafa haldið því fram að sagan móti hugsunarhátt okkar og sjónarmið og er óhætt að segja að það eigi við viðhorfin til stofnunar íslenskra hersveita. Fyrr á öldinni voru starfandi á landinu ýmis félög sem mörg hver reyndu eftir megni að líkjast þjóðvarðliði  eins og þau tíðkuðust erlendis. Flest þessara félaga, sem nefndust skotfélög, komust samt aldrei mjög langt í þeirri fyrirætlun eða lifðu mjög löngu lífi. Það skotfélag hérlendis sem einna helst líktist þjóðvarðliði var Herfylking Vestmannaeyja sem starfandi var á tímabilinu frá 1855 til 1875. Stofnandi hennar var Andreas August von Kohl, kapteinn, danskur sýslumaður í Vestmannaeyjum. Af miklu stolti og áræði var herfylkingunni komið á fót og starfaði hún öll þau ár sem von Kohl var sýslumaður en við fráfall hans 1873 lognaðist hún hins vegar út af enda enginn með þá hermenntun sem til þurfti til að taka við starfi von Kohls (Sigfús M. Johnsen 1989, Saga Vestmannaeyja). Á þessum tíma stóðu Vestmanneyingar stoltir að baki sinni Herfylkingu og gerðu það sem þeir gátu til að halda fylkingunni starfandi.

Upphafsins að stofnun Herfylkingarinnar í Vestmannaeyjum er að vorið 1853 fékk Dani einn að nafni Andreas August von Kohl, kapteinn í danska landhernum, útnefningu í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Andreas A. von Kohl var fæddur í Rönne á Borgundarhólmi í Danmörku 1814 og var af gömlum og gildum hermannaættum. Í Slésvíkurstríðinu 1848-50 hafði hann haft umsjón með nýliðaþjálfun hermanna og farist það starf vel af hendi.

Í Vestmannaeyjum hafði mannlífið lítið breyst frá fyrri öldum og eimdi þar t.d. ennþá eftir af ótta fólks við sjóræningja, einkum Tyrki. Útlendir sjómenn fóru stundum ránshendi um eyjarnar eins og á öðrum stöðum á Íslandi og sýndu þar yfirgang og ofstopa á fiskimiðum.

Andreas A. von Kohl gerðist röggsamt yfirvald í Vestmannaeyjum svo að lengi var í minnum haft. Sýslumannsstarfið bauð ekki upp á langan vinnudag og hafði því von Kohl nógan tíma til að taka upp þráðinn við þá iðn sem honum var hugleikust, heræfingum og herþjálfun. Ekki hafði hann því verið lengi í Eyjum er hann hugði á stofnun hersveitar sem í dag er kallað þjóðvarðliðahersveit. Ætlaðist hann til að allir verkfærir karlmenn í Eyjum gengju af fúsum og frjálsum vilja í liðsveitina sem hann kallaði Herfylking Vestmannaeyja.

Aðalmarkmiðið með stofnun Herfylkingarinnar var að koma upp fullkomnu landvarnarliði er væri til taks ef á landið væri ráðist. Herfylkingin átti einnig að aðstoða og hjálpa til að halda uppi aga og reglu. Að ætlun von Kohl skyldi samfelldur agi og þjálfun koma Eyjamönnum sjálfum að gagni í atvinnu þeirra og samfélaginu í heild sinni. Með stofnun Herfylkingarinnar var og miðað að því að reyna að stemma stigu við sívaxandi drykkjuskap í eyjunum. Skyldi og með aukinni félagsvitund og samstarfi efla snyrtimennsku og háttprýði manna á meðal. Heræfingarnar kröfðust reglubundinna líkamsæfinga og voru ýmsar íþróttir stundaðar meðal liðsmanna fylkingarinnar.

Samkvæmt konungsúrskurði árið 1856, byggður á skýrslu von Kohl og tillögum danska dómsmálaráðuneytisins, var ákveðið að láta fylkingunni í té 180 rd. en af því voru greiddar 30 byssur og annar vopnabúnaður til handa Eyjamönnum. Andreas A. von Kohl taldi 30 byssur ekki duga til að vopna alla liðsmenn fylkingarinnar og fór því strax fram á meiri fjárveitingu og vopnabúnað. Árið 1858 gekk síðan annar konungsúrskurður um að 200 rd. skyldu veittar til að búa fylkinguna sómasamlega út. Átti hersveitin þá 60 byssur (riffla með stingjum) ásamt korðum og öðrum búnaði sem nauðsynlegur var.

Reglur voru nú samdar fyrir Herfylkinguna og eignaðist hún eigin herfylkingarfána eins og siðirnir sögðu til um. Liðsandinn í sveitinni var mjög góður

Íslenskir hermenn,
í tímaröð:

1600-1700

1700-1800

1800-1900

1900-2000

2000-2100

Vestur-Íslendingar í Kanada- og Bandaríkjaher 1914-18 og 1939-45

Íslenskir friðargæsluliðar

Heimavarnarlið Vestmannaeyja 1855-69

Lífvarðasveit Jørgen Jørgensens 1809

Mikilvægir sögulegir atburðir frá 1600 til 2000

Íslenskir hermenn:
oft er hermanns örðug gangan

Tign og hlutverk

Herskipulag