Herskipulag landhers

Athugið að skipulagning herja er breytileg eftir löndum. Þessi tafla á að mestu við um heri 20. aldarinnar á Vesturlöndum.

Hersafnaður (Army Group)

Liðsforingi (Officer): Hermarskálkur (Field Marshal)

Lýsing (Description): Samansafnaðir 2 eða fleiri herir (armies)

Fjöldi (Population): 120.000 – 360.000 ?

 

Her (Army)

Liðsforingi (Officer): Hershöfðingi, 4 stjörnu (General)

Lýsing (Description): Venjulega 2 stórdeildir (army corps)

Fjöldi (Population): 60.000 – 120.000 ?

 

Stórherdeild (Army Corps)

Liðsforingi (Officer): Stórdeildarhershöfðingi, 3 stjörnu (Lieutenant General)

Lýsing (Description): Venjulega 2 eða fleiri herdeildir (divisions)

Fjöldi (Population): 30.000 – 60.000 ?

 

Herdeild (Division)

Liðsforingi (Officer): Deildarhershöfðingi, 2 stjörnu (Major General)

Lýsing (Description): Venjulega 2 eða fleiri stórfylki / 3 hersveitir (regiments) auk stuðningssveita á borð við skriðdreka, stórskotalið ofl. Samansett af hersveitum búnum hvers kyns vopnum. Ef um brynherdeild er að ræða eru það að jafnaði 150 – 300 skriðdrekar.

Fjöldi (Population): 10.000 – 17.000

 

Stórfylki, stórhersveit (Brigade)

Liðsforingi (Officer): Stórfylkishershöfðingi, 1 stjörnu (Brigadier General)

Lýsing (Description): 3-4 hersveitir (regiments)/herfylki (battalions) auk stuðningssveita. Hin raunverulega starfandi eining í stríði.

Fjöldi (Population): 5.500 - 11.000 eða 2.000 - 4.000 ?

 

Hersveit (Regiment)

Liðsforingi (Officer): Ofursti (Colonel)

Lýsing (Description): Venjulega 3 eða fleiri fylki (battalions) auk þjónustu og stjórnunarsveita. Ekki til sem stjórnunareining í stríði heldur á friðartímum einungis heimili ákveðinna margra herfylkja og stuðningssveita og til þjálfunar.

Fjöldi (Population): 5.000 – 6.500 ?

   

Orrustufylki (Battle Group)

Liðsforingi (Officer): Hershöfðingi

Lýsing (Description): Eining innan herdeildar (division) samsett úr a.m.k. 5 undirfylkjum (companies).

Fjöldi (Population): 750

 

Fylki (Battalion)

Liðsforingi (Officer): Undirofursti (Lieutenant Colonel)

Lýsing (Description): Venjulega 3 fótgönguliðsundirfylki (infantry companies) auk fylkishöfuðstöðvar (headquarters company); eða 3 stórskotaliðsundirfylki (artillery batteries) auk stórskotaliðshöfuðstöðvar (headquarters battery). Oft um herlið sem allt er búið sams konar vopnum. Í Bretlandi er liðið samsett af 3-4 riffilundirfylkjum (rifle companies) og 1 léttvopnuðu stuðningsundirfylki (light supporting weapons company).

Fjöldi (Population): 600 – 1.000

 

Undirfylki, herflokkur (Company, Squadron, Battery)

Liðsforingi (Officer): Kapteinn (Captain) eða majór (Major)

Lýsing (Description): Venjulega 3 sveitir (platoons). Lægsta stjórnunardeildin. Fjórðungur af herfylki (battalion). Sama og stórskotaliðsundirfylki (artillery battery), flugundirfylki (air force flight) og riddaraliðsundirfylki (cavalry troop/squadron).

Fjöldi (Population): 150 - 250

 

Sveit, flokksdeild (Platoon)

Liðsforingi (Officer): Lautinant (Lieutenant) eða liðþjálfi

Lýsing (Description): Venjulega 3 flokkskvíslir (squads).

Fjöldi (Population): 30 - 50

 

Riðill, flokkskvísl (Squad, Section)

Liðsforingi (Officer): Liðþjálfi (Sergeant) eða undirliðþjálfi, korporáll (Corporal)

Lýsing (Description): Minnsta flokkseiningin; nema í riddaraliði þar sem riddaraliðsflokkur er flokkur myndaður úr 2 eða fleiri riddaradeildum stjórnað af majór eða undirofursta, jafngildir herfylki.

Fjöldi (Population): 10

- - -

Íslenskir hermenn,
í tímaröð:

1600-1700

1700-1800

1800-1900

1900-2000

2000-2100

Vestur-Íslendingar í Kanada- og Bandaríkjaher 1914-18 og 1939-45

Íslenskir friðargæsluliðar

Heimavarnarlið Vestmannaeyja 1855-69

Lífvarðasveit Jørgen Jørgensens 1809

Mikilvægir sögulegir atburðir frá 1600 til 2000

Íslenskir hermenn:
oft er hermanns örðug gangan

Tign og hlutverk

Herskipulag