Home Amerindians Renape

Location

Division

History

Culture & Society

Mohicans

Introduction

Part I
Being There
Villages & Hamlets
Population

Part II
Society and Culture
The First Of Times

Speak To Me
Clay, Skins and Wood
Clans & Relatives
Homo Politicus
Homo Economicus
Homo Religiosus / A Need For Faith
Being a Mohican
Dealing With The Chuckkathuks

History
The Days of Old
The First Relations

The Lucrative Fur Trade
Times of Upheaval
New Power Brokers
A Changed World
Age of Emptiness
The Stockbridge Mission
The Moravian Mission
The Aftermath of the American War of Independence
Struggling in the West
The New Stockbridge
On the Road

The New Reservation

Part III
Epilogue

Appendix
Mohican-English Dictionary

Mohican Nation Stockbridge-Munsee Band

Debra J. Winchell's Mohican Homepage

Robert Shubinski's Mohican Homepage

New York Map Portfolio

 

 

Renape
Muhheakunneyuk (Mohicans)

 

 

History
The Lucrative Fur Trade

The gradual incursion of Dutch, British, French and other Europeans and their need for large quantities of furs caused radical changes in Native American societies and tribal relationships from the 16th century onward. These changes were obvious to the Mohicans and they were determined not to stay out of this new power game. Í apríl 1613 sigldu Hollendingarnir Hendrick Christiaenssen kapteinn og Jacob Eelckens upp Hudson ána til að stofnsetja varanlegan verslunarstað fyrir Van Tweenhuysen-fyrirtækið (United New Netherland Company). Sennilegt er að þeir hafi vitað af ófriðnum milli þeirra verðandi viðskiptavina, Mohicana og Mohawka. Kaupmennirnir tveir virðast hafa gert tilraun til að stilla til friðar á friðarfundi á Tawasgunshi Hill nálægt Normans Kill í Albany sýslu í New York ríki. Samkomulagið sem gert var þar, var sennilega ætlað að tryggja hag Van Tweenhuysen fyrirtækisins í hinni kappsfullu samkeppni milli Hollenskra kaupmanna á þessum tíma. Minningin um þennan friðarfund lifði áfram sem munnleg geymd hjá Mohöwkunum, Lenapeunum og Mohicönunum til áranna í kringum 1740. Vegna skorts á marktækum sönnunum í nýlenduskjölum hafa sagnfræðingar blandað saman staðreyndum og uppspuna og fylgt sér í sitt hvora fylkinguna varðandi áreiðanleika þessara munnlegu geymdar. Þessar sagnir hlutu mikilvægan stuðning þegar upprunalegt handrit þessa samnings frá árinu 1613, var nýlega (1974) prentað og gefið út en undir þennan samningi skrifuðu Hendrick Christiaenssen, 3 Mohawk höfðingjar og Indíáni sem nefndur er hinu Hollenska nafni ,,Garhat Jannie". Handritið hafði varðveist meðal Iroquoisanna á Grand River-verndarsvæðinu í Ontario ríki í Kanada en ,,uppgötvaðist" ekki fyrr en eftir árás Kanadísku Riddaralögreglunnar þar árið 1924. Nokkur atriði samningsins vekja efasemdir um sannleiksgildi hans og eins og er, er munnleg geymd samningsins áreiðanlegasta heimildin um þennan fyrsta samning milli Norður Amerískra Indíána og Evrópubúa (Brasser 1974).

Í þessum samningi gáfu Mohicanarnir samþykki sitt og leyfi fyrir því að verslunarstaður yrði reistur á nálægri Castle-eyju gegnt einu Mohican þorpinu og árið 1614 var reistur þar verslunarstaður og gefið heitið Fort Nassau. Jacob Eelckens, sem var aðalkaupmaðurinn og verslunarfulltrúi Hollendinga í Fort Nassau, hafði náð nokkuð góðum tökum á Mohicönskunni sem hann notaði til að koma á fót traustum samböndum við þá (Brasser 1974).

Friðarsamningurinn hindraði samt ekki Mohicanana frá því að nýta sér einokunaraðstöðu sína til verslunar við Hollendingana og neyddu þeir Mohawkana til að borga sér skatt svo þeir gætu haft aðgang að verslunarstaðnum. Afleiðingarnar urðu stanslausar smáskærur milli þessara tveggja þjóða og eftir að vorflóðin í ánni kaffærðu verslunarstaðinn, fannst Hollensku kaupmönnunum mælirinn fullur og yfirgáfu þeir staðinn árið 1617. Í nokkurn tíma á eftir takmörkuðu Hollendingar verslunina við Indíánaþjóðirnar á efri hluta Hudson ár við einstaka verslunarferðir upp ána (Brasser 1974).

Þrátt fyrir ýmis vandkvæði og erfiðleika í versluninni gátu Hollendingar ekki staðið lengi utan við svo stórt viðskiptasvæði, því að arðurinn af grávöruversluninni við Nýju Niðurlönd (Nýja Holland) var töluverður og verðskuldaði kerfisbundnari nýtingu, auk þess sem innkoman frá nýlendunni var orðinn mjög mikilvæg fyrir efnahag Hollenska ríkisins. Lönd Mohicananna voru á þessum tíma vel birg af bifrum og otrum og árið 1618, ári eftir að þeir yfirgáfu Fort Nassau, tókst Hollendingum að koma Mohicönunum og Mohöwkunum að samningaborðinu, þar sem friður var saminn milli allra þriggja aðilanna. Í þessum samningi voru Mohawkarnir neyddir til að borga Mohicönunum skatt fyrir aðganginn að verslunarstaðnum. Friðsamleg samskipti Mohicananna við Algonkinana í norðri olli því að Hollendingar eigðu nú von um aðgang að hinum auðugu skinnalöndum við Vötnin Miklu. Árið 1621 veitti Hollenska ríkisstjórnin Vestur Indíska Verslunarfélaginu einkaleyfi til verslunar og lagalegan yfirráðarétt til allra þeirra svæða sem þeir legðu undir sig (Ruttenber 1872, Lee Saltzman).

Árið 1622 ráku Mohicanarnir Jacob Eelckens burt frá Fort Nassau svæðinu eftir að hann hafði látið handsama sachem einn frá suðvesturhluta Connecticut þegar hann var í verslunarferð í Fort Nassau. Sem lausnargjald fyrir þennan sachem heimtaði Eelckens 140 faðma af wampumi. Þessi glæpur olli sterkum viðbrögðum meðal Indíánaþjóðanna og þá sérstaklega meðal Mohicananna og til þess að friða þá, létu Hollendingarnir í Fort Orange Eelckens fara frá Fort Nassau eins og Mohicanarnir kröfðust og til að bæta fyrir misgjörðir Eelckens ákváðu þeir að taka þátt í stríðsleiðangri Mohicananna gegn Mohöwkunum árið 1626 (Ruttenber 1872).

Árið 1624 settist fámennur hópur Hollenskra landnema að við Hudson ána og byggði virkið og verslunarstaðinn Fort Orange, núverandi Albany, á vesturbakka Hudson ár, á stað sem var nær Mohöwkunum en þó enn á Mohicönsku landi. Flestir landnemanna unnu við verslunina við Indíánana en tilgangur Vestur Indíska Verslunarfélagsins var verslun frekar en landnám. Árið 1643 bjuggu einungis um 100 Hollenskir landnemar á Fort Orange svæðinu, þannig að deilur varðandi land voru ekki fyrir hendi á landsvæði Mohicananna um langan tíma. Mohicanarnir voru sagðir vera vinsamlegir og fluttu þeir þorp sitt frá hinu gamla Fort Nassau til strandarinnar gegnt Fort Orange (Brasser 1974).

Frá þessu þorpi gátu Mohicanarnir stjórnað verslun annarra Indíána sem komu til að versla við Fort Orange, á meðan þeir sjálfir ferðuðust um nágrannalöndin sem milligöngumenn í grávöruversluninni. Hvattir af Hollendingum buðu Mohicanarnir kunningjum sínum Algonkinunum frá St. Lawrence dal til að selja skinnin sín í Fort Orange í staðinn fyrir að selja Frökkum þau í Quebec. Samkæmt því sem ritari Minuits landstjóra, Isaac de Rasiere, segir var wampum (sérstök tegund skelja) aðalástæða þess að Algonkinarnir vildu versla við Fort Orange en skeljarnar voru gamall verslunarvarningur sem Hollendingar sóttust nú eftir frá Indíánaþjóðunum við ströndina, eftir að þeir uppgötvuðu eftirspurn þess af Indíánaþjóðunum inni í landi. Óafvitandi um upprunalegt gildi wampumsins, byrjuðu Hollendingar að nota wampum sem gjaldmiðil í verslun sinni við Indíánana sem og á meðal þeirra sjálfra (Brasser 1974).

Mohawkarnir höfðu með auknum kvíða fylgst með þessu vaksandi veldi Mohicananna. Neyddir til að borga Mohicönunum skatt í verslun sinni við Hollendingana, sáu þeir nú óvini sína úr norðri styrkjast af versluninni við Fort Orange. Í þeim tilgangi að sniðganga Mohicanana, skrifuðu Mohawkarnir undir samning við Frakka og bandamenn þeirra, Algonkinana og réðust að því loknu á Mohicanana árið 1624. Mohicanarnir virðast hins vegar hafa haft yfirhöndina á fyrstu árum þessa 4 ára stríðs, sem var sagt hafa verið blóðugt og grimmilegt og eyddu Mohicanarnir austasta Mohawk þorpinu nálægt Schoharie læk (Brasser 1974, Dunn 1994).

Árið 1625 stofnsettu Hollendingar verslunarstaðinn Nieuw Amsterdam sem varð að þeirra höfuðstað í Nieuw Nederlande og um leið aðsetur landstjórans. Ákveðnir í að viðhalda og auka viðskiptatengslin við hinar norðlægari þjóðir og einnig til bæta samskiptin við Mohicanana eftir mannrán Eelckens, tóku Hollendingarnir við Fort Orange þátt í stríðsleiðangri Mohicananna gegn Mohöwkunum árið 1626. Sennilega hefur virkisforinginn í Fort Orange, liðsforinginn Daniel Van Krieckebeeck, talið að byssur Hollendinganna myndi duga til að sigra Mohawkana auðveldlega en eftir þann sigur gæti hann aukið verslunina við norðrið. Mohicanarnir héldu af stað í fylgd með Van Krieckebeeck liðsforingja, ásamt 6 Hollenskum hermönnum. Bæði Mohicanarnir og Mohawkarnir notuðu enn hina hefðbundnu boga og örvar, því að byssur fengu þeir ekki fyrr en nokkrum árum seinna. Vegna þessa vopnaójafnvægis var útkoma stríðsleiðangursins fyrir Hollendinga mjög óvænt. Nokkra kílómetra frá Fort Orange mættu þeir Mohöwkum ,,sem réðust svo hatrammlega á þá með örvadrífum að þeir neyddust til að flýja og voru margir drepnir, m.a. liðsforinginn og þrír manna hans". Einn Hollendinganna slapp með því að stinga sér út í vatnið, sem gefur til kynna að þeir voru staðsettir nálægt árfarvegi. Önnur heimild greinir svo frá að 5 Hollendingar hafi fallið. Mohicanarnir sem féllu voru 24 talsins, þ.á.m. Monemin, æðsti sachem Monemin þorpsins. Hollendingarnir fylltust hryllingi vegna þess að Mohawkarnir brenndu fanga sína og steiktu og átu hluta af einum af hinum föllnu Hollensku hermanna, er hét Tyman Bouwensen og báru hluta líkanna heim til fjölskyldna sinna sem tákn um að þeir hefðu sigrað óvini sína (Dunn 1994, Ruttenber 1872).

Viðbrögð Hollendinga við þessum ósigri var að flytja Hollensku fjölskyldurnar frá Fort Orange svæðinu til Manhattan eyju við Fort Amsterdam og skipaði hinn nýi landstjóri Hollendinga, hinn Walloonsk-ættaði Pierre Minuit sem tók við embættinu þetta sama ár, virkisliðinu í Fort Orange að viðhalda framvegis ítrasta hlutleysi í samskiptum sínum við Mohawkana og Mohicanana (Ruttenber 1872).

Þessi atburður markaði upphafið að ,,gullöld" Iroquoisanna og dvínandi áhrifum Mohicananna og annarra nágranna Iroquoisanna. Hollendingarnir flýttu sér að semja um frið við Mohawkana Beittir þrýstingi af hendi Frakka, féllust Algonkinarnir á kröfu Mohawkanna um að halda sig fjarri Fort Orange (Brasser 1974).

Á þessum tíma, um 1628, var lítil miðstýring á nýlendu Hollendinga og tóku Nieuw Amsterdam og Fort Orange sínar eigin sjálfstæðu ákvarðanir án tillits til hvors annars. Engir bæjarfundir voru haldnir meðal þeirra 300 Hollendinga er búsettir voru í Nieuw Amsterdam er var byggður umhverfis virkið. Stjórnun var í höndum manna skipuðum frá Hollandi sem stjórnuðu samkvæmt lögum og reglugerðum þaðan fengnum. Vald landstjórans náði því ekki til útstöðvanna sem aftur gerði alla ákvarðanatöku frekar erfiða. Vegna þessarar ástæðu gerðu Mohicanarnir ætíð greinarmun á Hollendingunum í Fort Orange og þeim í Nieuw Amsterdam (Cooper 1970).