|
History
The First Relations
Fyrstu vesturferðir Evrópubúa til norðausturhluta Norður Ameríku eru líklegast ferðir Norrænna manna um og eftir aldamótin 1000. Fyrsti norræni maðurinn til að sigla þangað var líklega Bjarni Herjólfsson árið 986 en hann fékk landsýn við norðausturströnd Norður Ameríku, þ.e. frá Nýfundnalandi til Labradors. Næstir til að sigla í kjölfar Bjarna var Leifur heppni Eiríksson árið 1000 en hann sigldi alla leið suður til Nýja Englands, Þorvaldur Eiríksson árið 1004 en hann sigldi til Labrador og Nýfundnalands, Þorfinnur karlsefni Þórðarson árið 1005 en hann sigldi til Labrador og Nýfundnalands og Freydís Eiríksdóttir árið 1010-11 en hún sigldi á 2 skipum einnig til Labrador og Nýfundnalands. Fyrir utan þessar ferðir geta Íslendingasögurnar um fleiri vesturferðir Norrænna manna á borð við Ara Mársson árið 995, Björn Ásbrandsson árið 998 og Guðleif Guðlaugsson árið 1022 . Þorfinnur karlsefni var hins vegar sá eini sem vitað er til að hafi reynt landnám en hvar það landnám á að hafa verið veit enginn með vissu. Sumir fræðimenn og ýmsir áhugamenn (Páll Bergþórsson, Holland, Heyerdal) hafa bent á New York Bay-svæðið út frá staðhátta- og siglingalýsingum en nákvæm staðarákvörðun á fyrrum landnámi Þorfinns er mjög erfitt að henda reiður á með einhverri nákvæmni. Einu fornleifarnar sem vitað er með vissu að hafi tilheyrt Norrænum mönnum, eru menjarnar í L'Anse aux Meadows á nyrsta skaga Nýfundnalands. Menjarnir þar gefa til kynna að sá staður hafi einungis verið notaðar sem áningastaður þar sem ferðalangar áðu í stuttan tíma áður en þeir héldu áfram för sinni. Við L'Anse aux Meadows fannst jafnframt akorn sem einungis vex í syðri hluta Nýja Englands. Byggð Norrænna manna stóð hins vegar stutt ef Leifsbúðir (L'Anse aux Meadows) er eina menjin um veru þeirra þar en sú byggð stóð ekki nema í 25 ár, þ.e. frá tímabilinu 1000-1025 (Morgunblaðið, 28. júní 1987). Á undan þeim er mögulegt að Írskir munkar - svokallaðir einsetumenn - hafi á 6. öld e.Kr. siglt til Ameríku. Þó svo skinnbátar Íranna, curracharnir, hafi ekki verið traustvekjandi farartæki, þá sigldu þeim frábærir sæfarendur er fundu flestar eyjar Atlantshafsins á undan Norrænum mönnum. Því má vel vera að Írunum hafi tekist að komast alla leið yfir Atlantshafið og til meginlands Norður Ameríku. Sagnir um vesturferðir Brendans helga nutu mikilla vinsælda meðal Íra og margra annarra Evrópuþjóða á miðöldum og kitluðu forvitni og löngun margra Evrópubúa til ævintýraferða. Á 12. öld á Welski prinsinn Madoc að hafa siglt með hóp manna til Ameríku og tekið land við núverandi Alabama og stofnað þar nýlendu en hvað af nýlendu hans varð veit enginn ef hún þá nokkurn tímann var til (Newby 1975, Árni, Jón og Helgi 1991).
Mögulegt er að Norður Ameríka hafi einnig verið kunnug sæfarendum á Englandi því til eru heimildir frá Bristol frá árinu ? um að kaupmenn í bænum hafi minnst tvisvar sent kaupför vestur yfir Atlantshafið til áður ókunnugs landsvæðis. Kaupmennirnir héldu þessum siglingum mjög leyndum enda ekki nema von þegar um auðugustu fiskimið í Norður Atlantshafi var um að ræða. Fyrstu áreiðanlegu skjalfestu vesturferðir til Norður Ameríku, eftir ferðir Norrænna manna, er vafalaust ferð hins Genúska Giovanni Caboto, better known as John Cabot (1450-1498), and his son Sebastian er þann 24. júní árið 1497 kom til Cape Breton-eyjar út af stönd Kanada og árið 1498 til strandar Nýfundnalands. Frásagnir hans og samferðamanna hans um hin auðugu fiskimið við strendur Norður Ameríku varð kveikjan að reglulegum fiskveiðiferðum Baskneskra, Enskra, Kornverskra, Bretónskra, Normannskra og Portúgalskra fiskimanna nokkrum árum seinna er komu til að nýta hin fengsælu fiskimið allt suður frá mynni Delaware ár norður til Grænlands og Íslands. Til að nýta þorskinn og hvalinn sem best byggðu sjómennirnir verkunarstöðvar meðfram ströndinni á Nýfundnalandi og í St. Lawrence flóa þar sem fiskurinn var þurrkaður og léttsaltaður til að fá sem mest fyrir hann á mörkuðum Evrópu. Baskarnir reistu sér t.d. verbúðir á Nýfundnalandi og á ströndinni í St. Lawrence flóa, á meðan Frakkarnir fiskuðu og versluðu við Indíánaþjóðirnar við mynni St. Lawrence fljóts. Við þessar verkunarstöðvar tókust kynni milli Indíánanna og Evrópubúanna og fóru þessir aðilar fljótlega að versla sín á milli, Indíánarnir seldu grávöru í staðinn fyrir járn og málmhluti Evrópubúanna. Fljótlega komst á laggirnar sérstakt verslunartungumál, svokallað blendingsmál (pidgin) Algonquiansku og Basknesku sem var notað í þessari verslun en mörg orð af Baskneskum uppruna er að finna í tungumálum þeirra Indíánaþjóða sem mest samskipti höfðu við Baskana Svo mikilli fótfestu hafði blendingsmál þetta náð að þegar fyrstu Bresku og Frönsku sæfararnir fóru að sigla á þessar slóðir reyndu frumbyggjarnir að tala við þá á þessu verslunartungumáli. Þær Indíánaþjóðir sem mest samskipti höfðu við Baskana, voru þær þjóðir sem bjuggu við ströndina en það voru vestur-Abenakiarnir (Sokokiarnir) og austur-Abenakiarnir í Arosaguntacook-dal, Penobscotarnir, Passamaquoddyarnir, Maleceetarnir, Micmacarnir, Stadaconarnir og Hochelagarnir, Beothukarnir, Innuarnir (Naskapi/Montagnai) og svo einnig Inúítarnir (Bakker 1989). Fyrir utan Baskneskuna höfðu orð úr Frönsku, Ensku og Portúgölsku ratað inn í þetta blendingsmál (Bakker 1989, Newby 1975).
Þó svo norður Evrópuþjóðir hafi verið svo til einráðar í siglingum til norðausturhluta Norður Ameríku, þá áttu suður Evrópuþjóðirnar einnig sína fulltrúa og sigldi t.d. Portúgalinn Gaspar Corte Real til stranda Labradors og Nýfundnalands árið 1501. Rúmlega 30 árum seinna, árið 1534, sigldi Frakkinn Jacques Cartier fyrst til þessa svæðis en ári seinna, árið 1535, sigldi hann upp St. Lawrence fljót til hinna Iroquois-mælandi Stadacona (þar sem nú er Quebec borg) þann 14. september og þann 2. október kom hann til höfuðþorps Hochelaganna og lagði þar með formlega grunninn að nýlendu Frakka á þessu svæði (Newby 1975).
Í kjölfar hinna ábatasömu fiskveiða Evrópubúa við ströndina, fóru Evrópuþjóðirnar nú að sýna meginlandi Norður Ameríku æ meiri áhuga. Englendingar fóru nú að þreifa fyrir sér og árið 1602 kannaði siglingafræðingurinn Bartholomew Gosnold Massachusetts flóa og átti vinsamleg samskipti við Wampanoagana og Massachusettana. Ári seinna, 1603, kannaði kapteinn Martin Pring ströndina frá Maine til Martha's Vineyard. Ítalinn Giovanni de Verrazano er hins vegar fyrsti nafngreindi Evrópubúinn, svo vitað sé, sem heimsótti mynni Hudson dals fyrir aldamótin 1600. Í janúar 1524 hélt hinn 36 ára gamli Verrazano, þekktur siglingafræðingur af aðalsættum, af stað, á vegum Frans I. Frakklandskonungs, frá Madeira á Spáni á herskipinu La Dauphine (Prinsessan), sem var 100 tonn skip með 50 manna áhöfn og var honum ætlað að finna vesturleiðina til Kína. Verrazano kom í víkina við mynni Hudson ár þann 17. apríl 1524 og dvaldi hann við ármynnið í 15 daga og skoðaði hann m.a. Manhattan eyju. Eftir það hélt hann áfram í norðausturátt meðfram ströndinni og hitti Abnakia (þar sem núverandi Maine ríki er) en þeir voru þeim óvinveittir og sendu örvadrífu í átt að skipinu (Newby 1975). Sennilega hafa Mohicanarnir mjög fljótlega heyrt sögusagnir af heimsókn Verrazano frá vinum sínum og frændum við ármynnið (Ruttenber 1872, Dunn 1994).
Á meðan flestir sæfarendanna voru friðsamir fiskimenn, komu aðrir Evrópubúar þangað í öðrum miður friðsamlegum tilgangi eins og t.d Spánverjinn Estefan Gomez er árið 1525 rændi Indíánum við strönd Nýja Englands til að selja á þrælamörkuðum Evrópu. Wampanoagarnir, Massachusettarnir, Abenakiarnir, Micmacarnir og Beothukarnir í Nýja Englandi og Nýfundnalandi fengu allir að reyna þessar misjafnlega skemmtilegu heimsóknir Evrópubúa. Wampanoaginn Tisquantum (Squanto) var árið 1614 rænt ásamt 24 öðrum Indíánum af Thomasi Hunt og seldur mansali á Malaga á Spáni en vegna velviljaðra munka var hann keyptur laus og tókst honum nokkru síðar að strjúka til Englands árið 1617. Í Englandi kynntist hann John Slaney sem árið 1619 sendi Tisquantum aftur til baka til Ameríku. Þann 22. júní árið 1603 kom Samuel de Champlain (1567-1635) í fyrsta sinn til Stadaconanna en ári seinna, 1604, stofnsetti De Monts fyrsta landnám Frakka á eyju í St. Croix ánni. Árið 1605 stofnsettu Frakkar aðra nýlendu sína í Port Royal (Annapolis) á Nova Scotia. Þann 3. júlí árið 1608 stofnsetti Champlain verslunarstað hjá Stadaconunum sem var gefið nafnið Quebec. Þann 15. október árið 1612 var Champlain síðan gerður að landstjóra Nýja Frakklands. Tisquantum og yfirsachem Wampanoaganna, Usamequin (Massasoit) ásamt vinsamlegum Abenaki Indíána að nafni Samoset - er hafði lært Ensku af Enskum fiskimönnum - björguðu veturinn 1620-21 lífi þeirra 102 Englendinga er komu með Mayflower í desember 1620 til að stofnsetja fyrstu nýlendu Englendinga í Plymouth í Massachusetts (Josephy 1994, Dunn 1994, Newby 1975).
Þess má geta til gamans að árið 1620, er fyrstu Ensku Pílagrímarnir settust að við Cape Cod í Massachusetts, fundu þeir rústir er líktust gröfum. Er þeir grófu ofan í rústirnar fundu þeir að því er virtist vera gröf með ýmsum heimilismunum er hafði verið lagt hjá hinstu hvílu karlmanns og ungs barns. En það sem vakti Englendingunum hvað mestri furðu var að maðurinn virtist greinilega hafa verið ljóshærður á meðan að barnið virtist hafa verið frumbyggi. Þarna var greinilega hinsta hvíla sjómanns er hafði annað hvort orðið skipreka, verið skilinn eftir eða bara einfaldlega sest þarna að. Aðstæður þessa manns gætu hafa verið algengari en búist hefur verið við því margt er enn á huldu um samskipti þessara sæfara við frumbyggja Ameríku á 16. öld (Cronon 1983). Að lokum má geta þess að kattarstofninn í kringum Boston í Massachusetts er norrænn að uppruna og leiðir sú staðreynd hugann að því hvort að samskipti Íslendinga við frumbyggja Ameríku hafi verið meiri en talið hefur verið hingað til.

Halve Maen (Half Moon) árið 1609.
Árla morguns þann 3. september árið 1609, sigldi Hollenska fleyið Halve Maen (Half Moon) á vegum Hollenska Austur-Indía félagsins (Vereenigde Oostindische Compagnie or VOC) undir stjórn Englendingsins Henry Hudson, að mynni Muhheakunnuk ár. Halve Maen was an old, cramped, ungainly 60-80 ton ship that rode high in the water. From the beginning Hudson's voyage was marked by quarrels between the Dutch and the English in the crew, as well as by occasional mutinies led by Robert Juet. The initial purpose of the voyage was to find the northeast passage to the Orient, or at least that was what the Dutch East India Company was paying Hudson and his crew to find. When Halve Maen had reached the cold seawinds off the northern coast of Norway, the Dutch crew led by Juet had revolted and refused to sail any further. To satisfy the mutineers, Hudson agreed to turn around and sail to the New World. Armed with maps given him by his friend John Smith of the Virginia colony, he now decided to look for the northwest passage instead. Eftir að hafa bakað sér óvináttu Munsee-mælandi Indíánaþjóða við neðri hluta árinnar með heimskulegri framkomu, sigldi áhöfn Halve Maen áfram upp ána og kom til syðstu byggða Mohicananna við mynni Catskill á að morgni 15. september (Ruttenber 1872).
Við Catskill á mættu þeir ,,mjög elskulegu fólki og mjög gömlum mönnum". Hollendingarnir færðu um borð ,,Indíánakorn, grasker og tóbak". Þann 16. september komu þeir til núverandi Athens (Ruttenber 1872). Þann 17. september komu þeir til aðalþorps Mohicananna, Schodack. Þar fór bátsmaður Hudsons í land og hitti þar fyrir Mohicanskan sachem ,,sem bar hann að húsi sínu og veitti honum vel". ,,Ég sigldi í land," sagði bátsmaðurinn, ,,í einum af eintrjáningum þeirra, ásamt gömlum manni sem var höfðingi ættflokks sem samanstóð af 40 mönnum og 17 konum. Þau sá ég inni í vel byggðu húsi úr eikarberki sem var hringlaga í lögun og leit út fyrir að hafa verið byggt með bogalaga þaki. Inni í húsinu var geymt mikið magn af korni og baunum frá uppskeru síðasta árs og þar lá nálægt húsinu, í því skyni að þurrka það, nógu mikið magn til að fylla þrjú skip með, fyrir utan það sem enn óks á ökrunum. Við komu okkar til hússins voru tvær mottur lagðar fram fyrir okkur til að sitja á og umsvifalaust var borinn fram einhver matur í vel gerðum tréskálum. Tveir menn voru einnig sendir af stað, með boga og örvar, í veiðidýraleit og komu þeir fljótlega aftur til baka með nokkrar dúfur sem þeir höfðu skotið. Einnig drápu þeir feitan hund [sennilega svartbjörn] og fláðu hann í miklum flýti með skeljum sem þeir náðu í frá vatninu. Þeir gerðu ráð fyrir að ég myndi vera hjá þeim yfir nóttina" en þegar þeir sáu að hann vildi snúa aftur til skips og myndi ekki vera áfram hjá þeim, gerðu þeir ráð fyrir að hann ,,væri hræddur við boga þeirra og örvar og tóku þeir þá vopn sín og mölbrutu þau og fleygðu þeim í eldinn" (Ruttenber 1872).
Í núverandi Albany endurgalt Henry Hudson gestrisni gamla yfirsachemsins. Mohicanarnir flykktust að til að heimsækja skip hans og ákvað Hudson að prófa nokkra af aðalmönnum þeirra til að sjá ,,hvort að þeir stæðu á svikráðum við hann". ,,Í þeim tilgangi fór hann með þá niður í káetu sína og gaf þeim svo mikið áfengi að þeir voru innan skamms allir orðnir léttir. Að lokum varð einn þeirra of drukkinn og vissu þeir þá ekki hvernig þeir ættu að taka á því." Um nóttina yfirgáfu þeir allir skipið nema gamli maðurinn sem var of drukkinn og svaf hann rólegur um borð þá nóttina. Að morgni næsta dags sneru Mohicönsku höfðingjarnir aftur og tóku þeir gleði sína á ný þegar þeir sáu að yfirsachem þeirra hafði náð sér eftir vímuna. Þeir sneru svo við til hins víggirta þorps og færðu Hudson ,,tóbak og perlufestar [sem samkvæmt siðvenju var notað sem formleg tjáning á virðingu fyrir höfðingjum, innskot BAS] og fluttu viðhafnarræðu og sýndu honum allt landið þar í kring". Mohicanarnir færðu Hollendingunum ,,bifurskinn og oturfeldi sem við keyptum fyrir perlufestar, hnífa og aksir". ,,Síðan sendu þeir einn úr áhöfninni í land á ný sem sneri síðan til baka og hafði með sér stórt kjötfat fullt af villibráð útbúið af Mohicönsku höfðingjunum" og buðu þeir Hudson ,,að eta með sér, eftir það köstuðu þeir á hann djúpri virðingarkveðju og fóru svo allir burt nema gamli maðurinn" sem settist að rommdrykkju. Næsta dag yfirgaf síðan gamli maðurinn skipið og tveimur dögum síðar sneri hann til baka með ,,öðrum gömlum manni" frá þeim stað þar sem þeir höfðu fyrst hitt ,,elskulega fólkið", þ.e. frá Catskill svæðinu. Hann færði þeim wampum-belti (perluskeljabelti) og gaf Henry Hudson og ,,sýndi honum allt landið þar í kring eins og það væri undir hans stjórn. Hann bauð gömlu mönnunum báðum að snæða með sér ásamt konu gamla mannsins og komu þau með tvær gamlar konur og tvær ungar meyjar á sekstánda eða sautjánda aldursári sem höguðu sér mjög hógværlega." Vafalaust hefur léttvín verið framreitt með matnum en sterkt áfengi var ekki í boði og fór því allur hópurinn frá borði um eitt-leitið um hádegisbil (Ruttenber 1872, Brasser 1974).
Þann 23. september, er Henry Hudson bjóst til brottferðar, hitti ,,elskulega fólkið" hann aftur og ,,vildi fá hann til að fara í land og snæða með þeim" en þar sem vindátt var hagstæð, vildi hann ekki ljá máls á því. Sorgmæddur á svip yfirgaf gamli maðurinn, sem hafði borið fram beiðnina fyrir hönd þjóðar sinnar, skipið hlaðinn gjöfum og loforði um að Hollendingarnir myndu koma aftur. Við siglinguna niður Muhheakunnuk ána mættu þeir fjandskap Munsee-þjóðflokkanna við neðri hluta árinnar og áttu blóðug átök sér stað milli þeirra og Hollendinganna (Ruttenber 1872).
Þó svo að engir Evrópubúar hefðu heimsótt þá fyrr, þá höfðu undarlegar sögusagnir um hina hvítu menn áreiðanlega borist til eyrna Mohicananna. Þessar sögusagnir fjölluðu aðallega um atburði í hinum fjarlæga St. Lawrence dal þar sem hvítingjar buðu Indíánunum þar allskonar undursamlega hluti fyrir bifurskinn. Auk þessa höfðu Mohawkar snúið til baka úr norðrinu með járnaksir sem þeir höfðu tekið þar af óvinum sínum. Með aukinni samstöðu innan Iroquois bandalagsins, sem Mohawkarnir tilheyrðu, urðu samskipti Mohicananna við þá æ fjandsamlegri. (Brasser 1974).
Um sumarið árið 1609 gerðust hins vegar mjög alvarlegir og afdrifaríkir atburðir er sameiginlegur stríðsflokkur Hurona og Algonkina fengu Samuel de Champlain, sem var æðsti yfirmaður Nýja Frakklands, til að taka þátt í herleiðangri gegn Iroquoisunum. Með Champlain í þessari örlagaríku för voru einungis 3 Franskir hermenn en allir voru þeir vopnaðir byssum. Við ármót Champlain vatns og George vatns rákust þeir á lítinn herflokk Mohawka og í átökunum sem á eftir fylgdu drap Champlain 2 af 3 herforingjum þeirra með byssu sinni og særði þann þriðja. Við það brast á flótti í lið Mohawkanna sem aldrei áður höfðu séð slík vopn. Af ótta við að svarnir óvinir þeirra fyrir norðan þá hefðu gert bandalag við hina ókunnu en voldugu Frakka, ákváðu Mohawkarnir að yfirgefa þorp sín á vesturbakka Champlain vatns og flytja sig alfarið til Mohawk dals. Hinn aukni fjöldi Mohawka í Mohawk dal hefur áreiðanlega átt stóran þátt í því að magna upp deilurnar við Mohicanana, því hinn aukni fjöldi Mohawka kallaði óhjákvæmilega á aukið lífsrými þeim til handa. Eftir þennan örlagaríka atburð við Champlain vatn urðu Mohawkarnir og allt Iroquois bandalagið svarnir óvinir Frakka og umgjörðin fyrir komandi átök var þar með til reiðu. Furðufregnir um skeggjaða menn með þrumustafi, hafa án alls vafa borist Mohicönunum til eyrna, þannig að koma Hudsons upp ána þeirra var því sennilega það sem Mohicanarnir hafa búist við (Brasser 1974, Cooper 1970).
Mohicanarnir virðast hafa verið og því getur stöku Vegna viðskiptatengsla við Indíánaþjóðirnar í St. Lawrence dal auk hlutverks síns sem milligöngumenn í versluninni með wampum-perlur frá ströndinni til St. Lawrence dals, hafa Mohicanarnir því haft fulla vitneskju um áhuga Evrópubúanna á skinnum. Járnnaglar og hnífar bárust einnig til þorpa Mohicananna í versluninni við Algonquian-mælandi kunningja sína og frænda á strandsvæðunum (Brandon 1988).
Þó svo Henry Hudson fyndi ekki norðurleiðina til Kína, þá olli fréttin um að hann hefði átt skinnaviðskipti við Indíánana því að Hollenskir kaupmenn í Amsterdam fóru að senda skip til Hudson ár til að kaupa skinn strax upp úr 1610. Fátæklegar frásagnir Hollenskra skinnakaupmanna um þessa verslun milli Mohicana og Hollendinga eru einu heimildirnar um þessa verslun. Hollensku sagnfræðingarnir Nicholas A. Van Wassenaer árið 1624 og Johannes de Laet árið 1625 minnast á ófrið á þessum tíma milli Mohicananna og Mohawkanna. Þetta getur hafa verið áframhald á fyrri væringum, eins og fornleifar gefa til kynna, vegna pirrings Mohawkanna út af því að nú voru hvítu kaupmennirnir að lokum svo nálægt en þó utan seilingar vegna fjandskapar Mohicananna í þeirra garð. Mohawkarnir á þessum tíma voru í mikilli klemmu því að bandalag Frakka við Huronana, Algonkinana og Innuana (Montagnai/Naskapi) hafði hrakið þá frá St. Lawrence dal sem var þeim þar með lokaður. Vegna þessa þurftu Mohawkarnir nauðsynlega á versluninni við Hollendingana í Fort Orange að halda. Þessi staða mála hefur vafalaust verið Mohicönunum vel ljós sem skynjuðu fljótt aukin þrýsting Mohawkanna á að leyfa þeim að versla á landsvæði Mohicananna. Sú þróun er á eftir fylgdi í samskiptum þessara tveggja þjóða er keimlík öðrum verslunarátökum þjóða á milli í norðausturhluta Bandaríkjanna á þessum tíma (Brasser 1974, Lee Sultzman).
|