14. maí




Skruppum í sveitina í sauðburð. Reyndar er hann ansi langt kominn en við náðum nú að fylgjast með lambi koma í heiminn og svo knúsa þau þó nokkur!
Fórum líka á hestbak í fyrsta skiptið á þessu sumri. Nú svo höfðum við það líka bara notalegt og nutum sveitasælunnar.
Og að sjálfsögðu voru teknar fullt af myndum.

Þessi herramaður verður sjálfsagt spenntari fyrir sauðburði á næsta ári

Ástþór Örn himinsæll að vera loksins kominn í sveitina í sauðburð og að hitta Frakk!



Duglegur stóri bróðir!

Plönturnar teknar út og farið yfir áætlaða gróðursetningu í sumar

Sveitin full af yndislegum Maríuerlum




Afi Ástþór með strákana sína. Ástþór Örn vildi endilega að Arnaldur Kári myndi horfa í myndavélina

En hann langaði nefnilega meira að horfa bara á afa eða stóra bróður!


Kúrt hjá ömmu Kötu

Ástþór Örn aðeins að fíflast í litla bróður, sem leiðist slíkt ekki mikið!!



Hann er svo mikill krúsilíus þessi strákur :o)

Manngangurinn æfður

Ástþór Örn hélst lítið innan dyra þessa daga í Dal og Píla og Trýna voru líka glaðar að fá hressan leikfélaga


Hugað að plöntum

Ástþór Örn hestasveinn klár í slaginn


Ástþór Örn glaður að vera kominn á bak og heyrðist hátt og snjall "jí ha" oft í þessari ferð þeirra nafna.
Sem betur fer lét Frakkur þau hvatningarorð eins og vind um eyru þjóta!!




Sigurður Ágúst á Létti

Klárarnir komnir í hólfið sitt og vonandi að við getum hreyft þá sem mest í sumar

Og þá nokkrar myndir úr sauðburði. Það er voða notalegt að hafa þessi litlu lömb heima við en mér finnst
alltaf svolítið erfitt að sjá á eftir þeim á fjallið!

Ástþór Örn varð afskaplega stoltur þegar hann fékk þær fréttir um daginn að hún Mýsla, kindin hans, hefði
borið litlum hrút. Hann var umsvifalaust nefndur hrúturinn Hreinn.


Hrútagreyin fá nú litla athygli þessa dagana!!

Gott að kúra ofan á mömmu

Mér finnst þetta alltaf jafn yndisleg sjón, þegar þau liggja svona í hrúgu og nota hvort annað fyrir kodda!

Þarna er hún Litla-Blíða með lambið sitt sem er bara eiginlega alveg eins og hún

Þessi forystuhrútur er í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum.
Hann er svo forvitinn að hann minnir á lítinn frakkan hvolp!
Er duglegur að kíkja svolítið hvað er að gerast hjá öðrum kindum,
sem reka hann til mömmu sinnar aftur ansi fúlar oft!
Hann fylgist ansi vel með öllu og maður freistast svolítið oft til að taka hann
og knúsa, mömmu hans til mikillar armæðu býst ég við.

Ástþór Örn hér aðeins að knúsa hann

Hún Gúsella gamla er líka ansi forvitin og skemmtileg

Sprangað í fjárhúsunum

Það er svo ansi skemmtilegt að skoða myndirnar úr sauðburði síðustu ára, 2005, 2006 og 2007
...smellið bara á árin!
