Agnar
hóf tónlistarnám sitt sex ára
gamall við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar þar
sem hann lagði fyrst stund á orgelleik en síðar
píanó. Sextán ára lá leið hans í tónlistarskóla
FÍH (Félag Íslenskra Hljómlistar-manna) þar
sem hann lauk prófi í djasspíanóleik
með ágætiseinkunn. Í beinu framhaldi
fluttist Agnar til Hollands þar sem hann lauk háskólaprófi í djasspíanóleik
og kennslu. Um þær mundir tók Agnar þátt í tónleikum á vegum
skólans sem leiddu til kynna hans við virtan bandarískan
djasspíanista Larry Goldings. Goldings bauð Agnari
að nema hjá sér í New York, sem
hann gerði. Í New York komst Agnar í kynni
við fleiri þekkta tónlistarmenn á sviði
djassins en þau kynni leiddu m.a. til útgáfu
fyrsta geisladisks hans sem ber nafnið 01. Núll
einn var gefinn út og honum dreift víða
um heim af spænska plötufyrirtækinu Fresh
Sound- New Talent. Sá diskur var tilnefndur til Íslensku
tónlistarverðlaunanna 2001. Frá því þá hefur
Agnar ásamt öðrum tónlistarmönnum
gefið af sér tvo geisladiska til viðbótar. Þeir
eru Tónn í tómið, flygladúett ásamt Ástvaldi
Traustasyni og Fals, B3 orgeltríó. Geisladiskurinn
Fals hefur fengið 4 tilnefningar til Íslensku
tónlistarverðlaunanna 2003. Þar af hlaut
Agnar eina af tilnefningunum fyrir besta djasslag ársins
2003.
Auk þessa
hefur Agnar á tónlistarferli sínum
unnið til
verðlauna svo sem Outstanding Musicianship Award frá Berklee
tónlistarháksólanum í Boston og komist í undanúrslit í Alþjóðlegu
djass-píanókeppninni Martial Solal í París haustið 2002.
Hann hefur útsett lög fyrir geislaplötur og söngleiki,
starfað með Stórsveit Reykjavíkur í mörg ár,
leikið á tónleikum hérlendis sem erlendis, verið píanóleikari
og annast tónlistarstjórn í leikhúsi. Agnar starfar
nú sem djasspíanisti en kennir jafnframt píanóleik
við djassdeild Tónlistarskóla FÍH. |