Ýmsir blaðadómar og fleira


"Ogsa den unge islandske pianist Agnar Magnusson har udset sig Ben Street og den uforlignelige trommeslager Bill Stewart som medspillere pa sin debut-cd, der tilmed er optaget sammensteds som Engells, nemlig i Acoustic Recording Studio i Brooklyn. Og det er en forblöffende personlig musik, Magnusson har skabt via sine kompositioner. De er gennemgaende af et noget mörkt og rugende præg, men samtidig fremstar musikken i rytmisk henseende særdeles inciterende i kraft af de sma modhager, Magnusson sætter ind over Streets og Stewarts fremaddrivende spil. Det er en fortræffelig udgivelse, trioen svarer for." Boris Rabinowitsch Politiken apr. 2002

"Hinn ungi píanóleikari, Agnar Magnússon, hefur valið sér Ben Street og hinn óviðjafnanlega trommuleikara Bill Stewart með sér á frumraun sína sem (auk þess) er tekin upp á sama stað og Engells, nefnilega í Acoustic Recording Studio í Brooklyn. Og þetta er furðu persónuleg tónlist sem Magnússon hefur skapað með tónsmíðum sínum. Þær einkennast að mestu af myrkri og leyndardómum en um leið er tónlistin sérlega örvandi, rytmískt séð, vegna hinna litlu króka sem Agnar skýtur inn í framsækinn leik Street og Stewart.
Útgáfa tríósins er hreint prýðileg."
Boris Rabinowitsch Politiken apr. 2002

 

"Agnar Már Magnússon hefur skipað sér á bekk með fremstu píanóleikurum íslenskrar djasssögu.......Þetta voru ekki tónleikar söngkonu með píanóundirleik heldur var fullt jafnræði með þeim Agnari Má og Kristjönu og hugmyndaríkur undirleikur hans og magnaðir sólóar lyftu tónleikunum í hæðir." V.L. Mbl. feb. 2002


"Den efter billedet ad dömme ganske unge pianist "Agnar Magnusson" er en spænnende musiker. Selvfölgelig skader det ikke at have Ben Street (b) og Bill Stewart (d) pa og hans nögternt opdaterede Corea/Bley-udgangspunkt har i sin lidt dystert rugende tone karakter, selv om hans materiale ikke i sig selv er ophidsende. At han ogsa kan folde sig ud i mere konventionelle rammer viser han pa "Kristjana" bag sangerinden Kristjana Stefansdottir, hvor hans solospil er det mest spændende pa cd'en." Thorbjörn Sjögren Jazz special jun/jul 2002

"Agnar Magnússon er afar spennandi tónlistarmaður og ungur að árum af myndinni að dæma. Auðvitað skemmir ekki fyrir að hafa Ben Street (b) og Bill Stewart (tr) með sér. Hinn dularfulli, drungalegi tónn hans hefur karakter, tónn sem virðist eiga sér fyrirmynd í Corea/Bley, þó efni hans sé í sjálfu sér ekki æsilegt. Hann sýnir fram á að hann getur vel notið sín í hefðbundnara samhengi á “Kristjana” með söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur þar sem sólóleikur hans stelur senunni."
Thorbjörn Sjögren Jazz special jun/jul 2002


"Þrátt fyrir stuttan æfingatíma small bandið algjörlega saman og leikur þess var í heimsklassa. B3 er líklega besta djasstríó sem starfandi er á Íslandi. Fyrir nokkrum mánuðum varð rýnir þess aðnjótandi að heyra tríóið leika á Kaffi Kúltúr og var ekki samur maður á eftir. Þar var tríóið að mestu í fönk- og blússtellingum en þeir félagar geta spilað allt, eins og þeir sýndu með Ingrid Jensen á Borginni."
G. G. Mbl. nov. 2003


"Tónlistin á Tónn í tómið er frá tónleikum er píanósnillingarnir Agnar Már Magnússon og Ástvaldur Traustason Zen-búddisti héldu í boði Félags íslenskra tónlistarmanna......... Fyrst og fremst fínn píanódjass." V. L. Mbl. des. 2003


"Þessi tvö ár sem B3 hefur starfað eru ár mikilla framfara og á Jazzhátíð Reykjavíkur fóru þeir á kostum með kanadíska trompetleikaranum Ingrid Jensen..... Sólólínur Agnars og Ásgeirs eru margar sérdeilis fínar, fullar af ferskum hugmyndum og næmri lýrík." V. L. Mbl. des. 2003


"Sólóar Jóels og Agnars voru hverjum öðrum betri. Með slíka úrvalslistamenn innanborðs er Íslandsdjassinn ekki í hættu." V.L. Mbl mai 2002


"Sóló Agnars Más var slíkur að ljóð draup af hverjum tóni.....Þó að Agnar Már væri ekki í aðalhlutverki á Jómfrúartorginu og léki á rafpíanó mátti greinilega heyra að þarna fer fullþroskaður listamaður." V.L. Mbl. jún. 2001


"Það er skemmst frá því að segja að þetta tríó heillaði viðstadda frá byrjun með fáguðum leik sínum.......Agnar hefur snaggaralegan áslátt, spinnur mikið í áttundum og er aldrei yfirdrifinn heldur spilar af fágun og smekkvísi."
Á.M. D.V. sept. 1999


"Margir þeirra djassleikara sem komu fram á sjónarsviðið undir lok aldarinnar störfuðu með Stórsveit Reykjavíkur, sem Sæbjörn Jónsson ýtti á flot árið 1992, og þar lék einnig um skeið píanistinn Agnar Már Magnússon sem þótti búa yfir einstökum ljóðrænum töfrum. Hann nam í Hollandi líkt og Gunnlaugur Guðmundsson....." Ísland í aldanna rás Illugi Jökulsson