Nýr Geisladiskur:

KVIKA

Væntanlegur í verslanir 23. október.


Tónleikaupptaka þar sem tónskáldið og jazzpíanóleikarinn fer á kostum,
ásamt tveimur amerískum þungaviktar meðleikurum Ben Street og Bill Stewart. Hrein snilld!

Útgáfutónleikar 15. nóvember 2009 í norræna húsinu kl. 20.00. Meðleikarar Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Scott McLemore.

 

Láð

Nýr geisladiskur með frumsaminni tónlist byggðri á þjóðlegum stefjum.

„Þriðja vídd þeirra ólíku þjóðlegu djassdiska sem best hafa heppnast hingað til: Þjóðlegs fróðleiks Guðmundar Ingólfssonar og Radda þjóðar Sigurðar Flosasonar og Péturs Grétarssonar. *****“

  Vernharður Linnet Mbl. 1.9.2007

Meðleikarar:

Valdimar Kolbeinn Sigurjonsson: bassi

Matthías Hemstock: trommur

Sigurður Flosason Alt flauta, Stefán Jón Bernharðsson Franskt horn, Rúnar Óskarsson bassaklarinett og Rúnar Vilbergsson fagott.

 

Athuga hljóðdæmi af Láð á Myspace síðunni minni:

www.myspace.com/agnarmagnusson

ATLANTSHAF:


Jazzkvartettinn Atlantshaf fagnar útkomu á samnefndum geisladiski með tvennum útgáfutónleikum, annars vegar á Café Rosenberg í Lækjargötu þriðjudaginn 19. desember kl. 22.00 og hins vegar á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga, miðvikudaginn 20. desember kl. 21:00. www.lso.is


Atlantshaf skipa þeir:
Jóel Pálsson á saxófón
Agnar Már Magnússon á píanó
Gunnlaugur Guðmundsson á kontrabassa og
Einar Scheving á trommur.

Hljóðdæmi má heyra á myspace síðunni minni:

www.myspace.com/agnarmagnusson


Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að heyra þennan rómaða kvartett, sem starfað hefur um árabil með hléum, leika á tónleikum því bassaleikarinn býr og starfar í Hollandi og aðrir hljómsveitarmeðlimir eru starfandi í öðrum jazzsveitum. Síðast lék Atlantshafið á tónleikum í Reykjavík í ársbyrjun 2005 og áður á Jazzhátið Reykjavíkur 2004.

"Nú eru þeir í fremstu röð evrópskra jazzmanna og þessi kvartett væri til sóma fyrir Ísland hvar sem væri í heiminum" V.L. Mbl. 2004.


Geisladiskurinn Atlantshaf er tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem geisladiskur ársins í flokki jazztónlistar og lagið Líf eftir Einar Scheving er tilnefnt til verðlaunana sem jazzverk ársins.


 

2005

Diskurinn "Ég um þig" með okkur Kristjönu Stefáns er kominn út.

FIMM STJÖRNUR
"Þetta er sú plata sem kemur út á þessu ári sem líklegust er til að höfða til sem flestra, óháð því hversu gamall/ungur hann er, eða hvaða tónlist hann hlustar á.........Það er ótrúleg afslöppun og ró í þessum upptökum, án þess þó að hljóma karakterlaust eins og bakgrunnstónlist......Nei, hér er sko ekkert karakterleysi á ferð, því túlkun söngkonu, píanóleikara, trommara og bassaleikara er nær áþreyfanleg, svo manni finnst stundum eins og þau séu bara komin inn í eldhús/inn í bíl...................til manns, hvar sem maður er nú svo heppinn að vera að hlusta á diskinn.........Ég er heilluð upp úr skónum."
Heiða, Blaðið 10. 10. 2005

 


Gamalt:

Nú er kominn út nýji diskurinn með B3 tríó: "KÖR".

Hann hefur þegar verið tilnefndur til þriggja tónlistarverðlauna: Besta djassplata ársins, bestu flytjendur og besta lag, "Kör" eftir Ásgeir Ásgeirsson.


18. nóvember 2004:

Nýr geisladiskur: "Nítjánhundruð". Tónlist sem ég samdi fyrir leiksýninguna sem er verið að sýna í forsal smíðaverstæðisins í Þjóðleikhúsinu.

Gagnrýni um sýninguna og tónlistina:

"Jóhann Sigurðarson segir okkur þessa sögu á látlausan og fallegan hátt og heldur okkur við efnið frá upphafi til enda með dyggum mótleik tónlistar Agnars Más Magnússonar píanóleikara sem hefur samið með snilldarlegu handbragði áhrifamikla og sterka músík."

Hafliði Arngrímsson, Víðsjá

"Tónlist Agnars Más Magnússonar er áhrifamikil og notuð hárrétt sem mótleikari Jóhanns en ekki einhver skreyting. En ég hefði jafnvel viljað fá meira af henni, bara henni, eiginlega miklu meira....."

María Kristjánsdóttir, Morgunblaðið

"...en stærsta hlutverkið leikur tónlistin sem er samin og leikin af Agnari Má Magnússyni af stakri snilld."

Valgeir Skagfjörð, Fréttablaðið

Það má nálgast diskinn beint hjá mér eða í 12 tónum.