Páskafrí 2008
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
Gleðilega páska! Vonum að þið séuð öll búin að hafa það gott. Takk fyrir kveðjurnar í gestabókina :o)
Við erum búin að hafa það ansi gott í sveitinni, verið heppin með veður og getað verið svolítið úti. Búin að borða á okkur gat og allt eins og það á að vera í páskafríi!
Og auðvitað hafa verið teknar fullt af myndum, gjörið svo vel!


Búið að vera fallegt veður í sveitinni um páskana

Meira að segja hægt að fara aðeins á snjósleðann. Þeir feðgar tóku hér einn hring og þarf vart að taka það fram að
Ástþór Örn skemmti sér konunglega og óskaði þess að það yrði alltaf snjór í sveitinni!!


Þegar við fórum að vitja hrossanna var Ástþór Örn þó fljótur að óska sér sumars svo að hægt væri að fara á hestbak!

Þarna sjáum við Dufgus til vinstri og hana Hnotu mína í miðjunni.

Ástþór Örn varð ægilega spældur þegar hann uppgötvaði að þessi rauðblesótti hestur var ekki Frakkur!

En hann var þarna og leist ekkert á það að koma og troðast innan um tryppin. Við ætlum þó að reyna að komast
til að heilsa upp á hann, Létti, Skugga og Hrafn áður en við yfirgefum sveitina.

Á leiðinni í bílinn

Á leiðinni heim í Dal komum við við í fjárhúsin. Ástþór Örn heilsaði aðeins upp á Blíðfinn og gaf nokkra brauðmola

Ástþór Örn stillir sér upp í fjárhúsunum

Arnaldur Kári var heima í rólegheitum á meðan við Ástþór Örn fórum að heilsa upp á hesta og kindur

Nývknaður Ástþór Örn á páskadag að hefja páskaeggjaleit
Grímurnar fyrir ofan eldhúsdyrnar geymdu eina vísbendingu og Fjarki í eldhúsinu aðra!

Og í kertahúsinu var enn ein vísbendingin

Þegar hér var komið við sögu var Ástþór Örn farinn að halda að það væri bara ekkert páskaegg!!

En það fannst á endanum!!

Af góðum hug koma góð ráð

Þessi litli strákur allt of lítill fyrir páskaegg!

Og ég bakaði grískt páskabrauð (þið afsakið þó að það vantar á það rauðu eggin fjögur!) sem
bragðaðist voðalega vel
Stóri strákurinn minn að fá páskakoss og litli páskaknús!



Eftir hádegismat fórum við Ástþór Örn aðeins í veiðihúsið.
Þar var allt á kafi í snjó!


Við mæðgin héldum stórskemmtilegt páskaskákmót! Ég hef öllu gleymt þegar kemur að því að tefla
og man nú barasta engin brögð en Ástþór Örn er nokkuð efnilegur.

Djúpt hugsi

Við mæðgin...já og Píla og Trýna aftur mætt í veiðihúsið.
Snjórinn nær alveg upp undir glugga framan við húsið.

Við drifum okkur svo í smá gönguferð áður en við fórum aftur yfir í Dal

![]()