Handbókin snjósleðar
Hvernig virkar kúpling?
Svar:
Kúpling í snjósleða er miðflóttaafls kúpling.
Kúpling er annars vegar á vélinni sjálfri og hins vegar á efri driföxlinum.
Reimin tengir saman kúplingsdiskana.
Kúplingin er sett saman af fjórum diskum. Ekki ólíkt matardiskum á hvolfi sem snúa bökum saman.
Fremra settið sem er á vélinni, er gleitt í kyrrstöðu og þeim megin situr reimin í botninum, á að vera nokkuð laus.
Aftara diska settið er hins vegar alveg klemmt saman með gormum og reimin jafnvel aðeins klemmd.
Það sem gerist þegar gefið er í og vélin nær ákveðnum snúningi, t.d. 3000 snúningum á mínútu (rpm) er að fremri diskarnir
klemmast snöggt saman og þrýsta á reimina og strekkir hana, væntanlega fer sleðinn af stað
Við meiri snúning þá lokast fremra settið meir og meir, en aftara settið aftur á móti gliðnar
Þar sem reimin er kónísk þá þrýstist hún út að framan, stækkar radíusinn en fellur inn að aftan og minnkar radíusinn.
Þessi breyting ein sér er í raun gírinn á snjósleðanum.
Nóg er að skoða gíra á reiðhjóli til að skilja þetta betur. Í fyrsta gýr þá er fremra hjólið sem
keðjan hvílir á, lítið og það aftara stórt. Við þurfum að stíga hratt til komast eitthvað smávegis áfram.
Þegar við skiptum upp (t.d. í 7 gír) þá færist keðjan frá litlu hjóli yfir á stórt og frá stóru yfir á lítið
(reyndar með tveimur aðgerðum, en prinsippið er það sama).
Og við getum stígið mun hægar til að halda sama hraða
Það sem stjórnar því hversu hratt fremra diskasettið lokast eru viktar.
Viktar eru armar sem þrýstast út vegna miðflóttafls. Átakið sem þær gefa eru í jöfnu hlutfalli við hraða og þyngdar þeirra.
Þyngri viktar, því fyrr mun kúplingin taka og sleðinn mun væntanlega ná meiri endahraða en verður þyngri á stað.
Léttari viktar og þá mun vélin þurfa meiri snúning til loka fremra settinu og til að fara af stað, niðurgírun,
minni endahraði en snöggur af stað.
Til þess að gera, lítið mál er að skipta um viktar.
Gormar halda aftara settinu saman. Stífari gormar, þétta tekið á reiminni og þá þarf meiri snúning til að ná hraða.
Til þess að gera, lítið mál breyta stífleika gorms.
Hvers vegna tvígengisvél en ekki fjórgengisvél?
Svar:
Langflestir snjósleðar eru með tvígengisvél, 2ja til 3ja cylendra.
Ástæðan er fyrst og fremst, afl miðað við stærð og þyngd.
Tvígengisvél er mun einfaldari gerð af mótor en fjórgengisvél. Hún brennir í hverju slagi á meðan fjórgengisvél notar
annaðhvert slag til að hreinsa brunahólfið. Fjórgengisvél er með minnst eitt par af ventlum á hvern cylendir.
Fjórgengisvél hefur einnig sér smurkerfi á meðan tvígengisvél tekur smurningi með eldsneytinu.
Ókostirnir við tvígengisvél er fyrst og fremst ending. Tvígengisvélar endast minna en samsvarandi fjórgengisvél.
Einnig verður bruninn í tvígengisvél ekki eins fullkominn, þar sem eldsneytið blandast að einhverju leiti afgasinu.
Gerð belta, 18mm - 50mm?
Svar:
Fyrir nokkrum árum voru allir standard sleðar með 18mm "fullblock" belti. Í dag er hægt að fá sleða með 50mm belti.
Þumalfingursreglan, gróft belti gott í miklum snjó, fínt belti gott í harðfenni gildir að mestu ennþá.
Engu að síður hefur fjöðrun breyst það mikið á síðustu árum að óþægindi í akstri í harðfenni á grófu belti er vart merkjanleg.
Einnig hefur afl sleðanna aukist svo að langflestir ná að rótera grófu belti til jafns á við fínt belti.
Gallinn við gróft belti er aðalega möguleikinn á að festa sig ærlega. Sleðinn er mun fljótari að grafa sig niður á grófu belti.
Half block belti eru hins vegar betri hvað þetta varðar, þau ná langt niður en hreinsa ekki alveg undan sleðanum, svona í einum grænum.
Stuttur eða langur sleði?
Svar:
Lengd sleða ræðst oftast af lengd beltis, stuttur sleði er með 121", (128" og mjórra) belti, millilangur er með 136" og langur með 141", 144", 151" (156").
Í dag er hægt að fá sleða með langt belti en stutta skúffu.
Það sem stuttur sleði hefur fram yfir sleða með langt belti er minni vikt og lipurð.
Það sem langur sleði hefur fram yfir sleða með stutt belti er klifurgeta.

150hp, 151" langt 50mm belti, sleði sem viktar um 220kg.
Öflugur sleði með langt belti, stutta skúffu og á grófu belti hefur gríðarlega klifurgetu og má segja að svoleiðis
sleði henti íslenskum aðstæðum vel.
Linkar á ýmsan fróðleik!
 -Rotation weight
 -Jetting
 -Clutching
 -Cylender mapping
 -Compression
 -Squishing til get power
 -Pipe design
 -Cold pipe proplems
 -Airbox and pipe
 -Detonation and timing
 -Tech tips
 -Oil info
 -Nitro info
 -Shocks
 -Mystery of detonation
 -The meaning of gas
 -Vp racing fuels