29. desember - göngutúr í Elliðaárdal

 

 

Í dag var fallegasta veður og við drifum okkur úr náttföttunum, lögðum jólabækurnar og Legoið frá okkur og drifum okkur út. Fórum í Elliðaárdalinn og löbbuðum, sem var mjög hressandi.

 

 

Ástþór Örn við gamla stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdalnum

 

 

Nokkrir hrafnar á sveimi sem virtust ekki hafa fengið jafn mikið að borða og við undan farna daga!

Þeir kvörtuðu í það minnsta ansi mikið

 

 

 

Ástþór Örn lét sig dreyma um þessa köngla í könglasafnið...

við Sigurður vorum fegin að þurfa ekki að fylla alla vasa af þeim eins

og svo oft!!!

 

 

 

 

 

 

 

 

Vorum með heitt kakó á brúsa og smákökur, gerist ekki betra!

 

 

 

 

 

 

 

Þegar við vorum þarna á ferð síðast í lok nóvember var allt á kafi í snjó en í dag var bara fremur haustlegt!

 

 

 

Gengum fram á þennan trjábol og reiknaðist til að þarna hafi um

tuttugu ára gamalt tré verið fellt

 

 

 

Arnaldur Kári svaf í vagninum en vaknaði þegar við Ástþór Örn vorum rétt ókominn í Langagerðið til afa og ömmu.

Sigurður hafði labbað til baka í dalnum og sótt bílinn en við mæðgin ákváðum að labba í Langa, sem var um það bil jafn langt!

 

 

 

Bræður komnir á áfangastað! Ástþór Örn og afi hans skruppu svo í bíó og sáu Bolt og mæla báðir með þeirri mynd :o)