29. desember
Gleðilega hátíð, við vonum að þið hafið öll haft það sem allra best. Aðeins tveir dagar eftir af árinu 2008 og vonum við innilega að nýja árið verði okkur öllum gott. Við erum búin að hafa það mjög gott og hér koma loks nokkrar myndir.

Ástþór Örn kveikir á aðventukertunum á aðfangadagskvöld


Sætir bræður í jólaskapi


Forrétturinn kominn á borðið


Ástþóri Erni þótti forréturinn mjög góður en við vorum með humar

Og ansi góða önd í aðalrétt sem rann ljúflega ofan í alla fjölskyldumeðlimi!

Ástþór Örn, orðinn heldur frjálslegur strax eftir matinn og ansi spenntur!

Arnaldur Kári var hinn ánægðasti með þetta allt saman, þó að hann vissi svona kannski ekkert
alveg út á hvað þetta gekk nú allt saman!!! Við fengum öll afskaplega margt fallegt og
sendum þeim sem við höfum nú ekki heyrt í nú þegar bestu jóla- og þakklætiskveðjur.

Að morgni jóladags hífst Legomaraþon enda margt skemmtielgt að setja saman
sem hafði komið upp úr pökkum á aðfangadagskvöld. Arnaldur Kári var sérstaklega spenntur!!


Svo var slappað af á náttfötunum og meðal annars horft á mynd

Arnaldur Kári fékk þennan fína sparkbíl frá afa og ömmu í Langa og hefur óskaplega gaman að því að sitja á
honum og reyna að koma sér áfram, nú eða fá svolitla þjónustu og bruna hér um!

Við fengum Huga og Maríu í heimsókn í gær og sáust þessir vinir eiginlega ekki alla heimsóknina, enda höfðu þeir
nóg að gera að leika sér!

Ástþór Örn skellti sér svo á árlegt jólaball með afa Ástþóri hjá Oddfellow

Þar skemmti hann sér konunglega

Eftir jólaball kom afi í heimsókn og spilaði risalúdó

Arnaldur Kári var í liði með afa Ástþóri!

Fór svo eitthvað á ferðinni þegar honum þótti spilamennskan farin að dragast á langinn

Afi Ástþór með strákana sína

Arnaldi Kára leiddist ekki þetta grín!!

Og ein hér í lokin af þessum ægilega fína ökumann!!
Hafið það öll sem best, hittumst heil á nýju ári