8. október
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
Vika búin af október og loksins nokkrar myndir! Af Ástþór Erni og Arnaldi Kára er allt fínt að frétta. Ástþór Örn unir sér vel á leikskólanum og er svo í myndlistarskóla einu sinni í viku. Það var mjög hamingjusamur snáði sem tók á móti mér eftir tímann síðasta mánudag og leiddi mig um leirverkstæði skólans og sýndi mér þrjár skálar sem hann hafði rennt auk eldfjalls! Mjög spennandi allt saman. Kritlatakan leggst svo bara ágætlega í hann. Hann hughreystir sig með því að dagana á eftir megi borða eins mikinn klaka og hann vilji. Hann er ótrúlega duglegur þessi strákur og stendur sig vel.
Arnaldur Kári er hinn hressasti, alltaf glaður og hress. Kominn með tvær tennur í neðri góm og tvær framtennur komnar í gegn í efri góm. Á morgun förum við í 10 mánaða skoðun...styttist í eins árs afmæli snáðans! Hann skríður hér um allt og finnst herbergi Ástþórs Arnar mest spennandi af öllu. Það þarf því að passa orðið allt smádótið vel. Eins er geysivinsæl iðja að sitja og tína bækur úr bókahillu eða rugla skótaui fjölskyldunnar í holinu. Hann er nú ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að standa upp og það þætti mér sjálfsagt alveg kolómögulegt ef þetta væri mitt fyrsta barn, sem maður vildi helst að væri farið að þilja stærðfræðiformúlur eins árs! Það er nægur tími.
Í lokin viljum við svo senda honum Gauta stóra frænda okkar bestu kveðjur á afmælisdaginn sem er í dag og eins honum Degi Elís frænda sem á afmæli á morgun. :o)

Arnaldur Kári bjargar sér sjálfur og nær sér í dót!

Sætilíus! Þessir fallegu smekkir sem barnið á eru úr smiðju guðmóður hans í Svíþjóð hennar Guðrúnar Láru

Vetrarskotið undir lok síðustu viku féll vel í kramið hjá Ástþóri Erni. Hann var í fríi á leikskólanum
á fimmtudag og föstudag vegna námsferðar starfsfólksin til Danmerkur.

Löngu helginni varði Ástþór Örn að mestu hjá afa og ömmu í Langa, þar sem þessi fallega haustmynd er einmitt tekin!

Ástþór Örn og rósagrílukertin


Það var nóg að gera hjá afa og ömmu, til dæmis voru spilaðir nokkrir æsispennandi fótboltaleikir

Og hér er nýjasti meðlimurinn í Babúskufélaginu

Amma Kata með strákana sína

Ástþór Örn spáir í spilin

Brjálað stuð á rúntinum hjá þessum!

Afi Ástþór og Arnaldur Kári
Við reynum að vera dugleg að setja inn myndir í óktóber! Hafið það öll sem best.