28. september
![]()
Allt fínt að frétta af okkur í helgarlok. Áttum ágæta bæjarhelgi að þessu sinni. Ástþór Örn fór í íþróttaskólann í gær, en honum finnst voða gaman þar og stendur sig vel. Í síðustu viku byrjaði hann svo á myndlistarnámskeiði þannig að það er nóg að gera. Arnaldur Kári stækkar og dafnar vel, farinn að skríða hér um og sýna bókum og geisladiskum í hillum mjög mikinn áhuga!!!

Skríðandi herramaður sem er nú að uppgötva dásemdir bóka- og geisladiskahillna sem og herbergi stóra bróður!

Gott að hvíla sig eftir miklar skriðæfingar

Hér má sjá hann Snúlla, sem hefur verið helgargestur hjá okkur. Hann fær að fara heim um helgar með krökkunum á deild Ástþórs Arnar
á leikskólanum. Hann hóf hringferð sína bara núna í haust og var Ástþór Örn sá þriðji til að taka hann í helgarheimsókn.
Ástþór Örn var með MJÖG metnaðarfulla dagskrá í huga sem var nú ekki alveg hægt að verða við allri þó! Við erum samt
viss um að bangsi hefur bara skemmt sér vel hjá okkur.
Arnaldur Kári hefur verið mjög spenntur fyrir þessum loðna félaga.

Við mæðgin...já og Snúlli!


Að taka til í herberginu var kannski ekki alveg það skemmtilegasta til að bjóða Snúlla upp á að mati Ástþórs Arnar,
en lífið er jú ekki bara dans á rósum og það þurfa bangsar jú líka að læra er það ekki!?

Eftir að allt var orðið fínt í herbergi Ástþórs Arnar hélt skemmtidagskráin áfram :o)

Við Ástþór Örn komum við á andapollinum hér rétt hjá okkur á leiðinni heim úr búðinni í dag

Slagur...slagur!! Við Ástþór Örn vorum alveg viss um að þessir tveir væru skotnir í sömu andastelpunni.


Ástþór Örn og aðalmaður helgarinnar!

Helgin endaði á ekta sunnudagsstemmningu, vöfflum og einu Múmínspili þar sem við
Ástþór Örn möluðum Sigurð.
![]()