16. september

 

 

 

 

Þá gleðjum við ykkur loksins með því að uppfæra síðuna og setja inn nokkrar myndir! Allt bara fínt að frétta af okkur, þó að okkur þyki nú nóg um hvað haustið ætlar að koma bratt. Ástþór Örn krækti sér í einhvern kverkaskít þegar hann kom á leikskólann í byrjun september, enda búinn að vera í hreina sveitaloftinu svo lengi!! En það var ekkert alvarlegt en hann fékk þó að taka því rólega hér heima samt sem áður enda fylgdu kvefinu örfáar kommur. Því miður var hann þó það kvefaður fyrir síðustu helgi að hann komst ekki í sveitina til að reka kindurnar af fjalli. En stefnum á sveitaferð fljótlega í staðinn. En hér koma örfáar myndir og fréttir af þeim Ástþóri Erni og Arnaldi Kára.

 

 

 

Fyrir stuttu skruppum við í Ásmundarsafnið við Sigtún á sýningu þar sem hann Valli á nokkrar myndir

 

 

 

Eftir að hafa skoðað sýningarnar inni á safninu röltum við um garðinn

 

 

Ástþór Örn og konan með Eros í fanginu. Ástþór Örn, sem er mjög upptekinn af grískri goðafræði fannst

mjög merkilegt að þarna væri Amor kominn í rómverskri mynd!

 

 

 

 

Honum leist nú ekkert meira en svo á Tröllkerlinguna. Var ekki alveg viss hvort hann

ætti eitthvað að vera að fara of langt inn í magann á henni svo ef hún myndi nú lifna við.

 

 

 

Bræður að leika

 

 

 

Ástþór Örn er voðalega duglegur að leika við bróður sinn og reynir að kenna honum

ýmislegt. Hann kallar hann reyndar aldrei annað en Kári litli!

Ástþór Örn er bara ánægður að vera kominn aftur á leikskólann eftir sumarfrí.

Næsta mánudag er hann svo að byrja á myndlistarnámskeiði og hlakkar mikið til.

 

 

 

Arnaldur Kári hefur þroskast heilmikið á undan förnum vikum. Er duglegur að leika sér

og farinn að reyna að skríða. Skemmtilegast þessa dagana er að rúlla bolta og svo

er orðið mjög vinsælt að kasta öllu frá sér og hlæja að eigin uppátæki.

 

 

 

Litli krullukollur!

 

 

 

Ástþór Örn með merkilegt blað, því þarna eru fyrstu orðin sem hann gat lesið. Hann er orðinn ansi góður í að stafa

og er svo að komast upp á lagið með lestrartækni. Hann var ansi stoltur í síðustu viku þegar hann gat lesið þessi tvö orð

sjálfur og þar með opnuðust alveg nýjar víddir!

 

 

 

Og þennan gaur finnur maður hér og þar en hann skúrar sig áfram á maganum

 

 

 

 

 

 

Arnaldur Kári nýkominn úr baði. Baðmyndirnar sjálfar voru allar svo hreyfðar og myndavélin á endanum orðin ansi blaut.

Þessi litli stúfur var í fyrstu afskaplega varkár í baði og hélt við baðkarið með báðum höndum, svo var farið að busla með annarri hendi

en halda sér í með hinni en núna er buslugangurinn heldur betur mikill og enginn vari hafður á lengur!!!

 

 

 

Nývaknaðir bræður