1. september

 

 

 

 

Kominn september og við komin í bæinn. Búin að eiga gott sumar í sveitinni og hefðum vel getað hugsað okkur að vera lengur. En nú tekur haustrútínan við, Ástþór Örn fór glaður á leikskólann í morgun og var þar vel tekið.

En hér eru síðsumarmyndir úr sveitinni gjörið svo vel.

 

 

 

Það rigndi svolítið þessa síðustu viku í ágúst

 

 

 

Og Ástþór Örn skemmti sér konunglega í pollafötunum hoppandi í pollum

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá er það Birkimyndin 2008. Okkur sýndist birkitréð og Ástþór Örn hafa vaxið þó nokkuð frá því síðasta mynd var tekin í júlí 2007. Mér finnst þessi litli strákur minn hafa fullorðnast ansi mikið bara frá því í fyrra

 

 

     

                                                                                                 2007                                                                                              2006                                                                                              2004

 

 

 

 

 

 

Það er svo gaman að taka myndir af þessum yndislega sveitastrák

 

 

 

Og við erum komin með nýtt trjáverkefni í gang, Ástþór Örn og reynitréð!

Næsta sumar ætlum við svo að finna tré sem Arnaldur Kári fær að stilla sér upp við.

 

 

 

Og þeir nafnar hér við þetta fallega seljutré, sem var "svona stórt" eins og afi sýnir

fyrir átta árum þegar því var plantað

 

 

 

Afi Ástþór í þungum trjáþönkum!

 

 

 

Ástþór Örn ferðast víða á traktornum sínum

 

 

 

Píla og Trýna stilla sér upp

 

 

 

Á meðan trén voru mynduð og skoðuð, sullað í pollum og leikið í fótbolta svaf þessi litlu stúfur á sínu græna eyra í vagninum.

Er hér kominn inn og bíður eftir smá hressingu í kaffitíma

 

 

   

 

Arnaldur Kári var óendanlega mikill dúlli þegar hann var að byrja að leika með þennan fína kubb sem Ástþór Örn lék sér svo mikið með fram eftir öllu.

Arnaldur Kári einbeittu sér að því að koma kubbunum á rétta staði, nú eða bara naga þá líka! En þegar hann kom kubbnum í gegn á réttum stöðum

varð hann í fyrstu skiptin alveg ægilega hissa og demdi sér niður og glápti ofan í þennan töfratening! Þetta var voðalega fyndið en því miður hafði hann

nú fattað út á hvað þetta gekk þegar ég ætlaði að sýna þetta fyndna atriði fleirum. En ég náði þó mynd af uppátækinu.

 

 

 

Ástþór Örn í miðri sögu, eins og svo oft. Arnaldi Kára þykir ægilega mikið til alls þess sem stóri bróðir segir og gerir.

 

 

Æ svo sætar og litlar þessar hendur

 

 

Og slakað svolítið á og kúrt saman

 

 

 

Afi Ástþór skrapp í bæinn í síðustu viku og komu þeir svo samferða hann og Sigurður þegar stormurinn var genginn niður á föstudag.

Afi kom færandi hendi, gaf nafna sínum sjóorustuspil og Syrpu. Það sem Ástþór Örn varð glaður enda Syrpan í miklu uppáhaldi og

spilið kom mjög sterkt inn

 

 

 

Bragðað á nýjum reyktum laxi með öllu tilheyrandi. Aumingja Amma Kata bara aldrei

með okkur, allt enn á fullu í veiðihúsinu en nú er lokaspretturinn hafinn og við förum

að sjá svolítið meira af henni í Dal.

 

 

  

 

Notalegt að sitja á svölunum og spjalla svolítið

 

 

 

Með Elliðatinda í baksýn

 

 

Krúsirnar tvær

 

 

 

 

 

Vonum að þið hafið öll átt gott sumar. Nú er Ástþór Örn orðinn ansi spenntur að taka á móti kindum og lömbum af fjalli. Hann er mikið búinn að hugsa til kindarinnar sinnar hennar Mýslu í sumar og hrútsins Hreins.

Farið verður á fjall um miðjan mánuð.

 

Hafið það öll sem best!