23. júní
Vorum í sveitinni um helgina og höfðum það fínt. Farið aðeins að veiða, út að labba, unnið svolítið í sveitaverkum og haldið upp á afmæli afa Ástþórs. Erum svo komin í bæinn aftur og
verðum í einhverja daga! Myndir, gjörið svo vel!

Fallegasta veður í sveitinni...en svolítið rok

Feðgar úti að labba

Og feðgar komnir í veiði!

Afi afmælisbarn, Ástþór Örn, Píla og Trýna


Ástþór Örn tók þessa fallegu mynd af Sjávarfossinum

Á fallegu kvöldi 21. júní skruppum við niður á flatir til þess að heilsa upp á Elfu og folaldið, sem hefur fengið nafnið Máni.
Við byrjuðum þó á að heilsa upp á tryppin



Afi að heilsa upp á hann Neista, sem er tveggja vetra. Afskaplega fallegur og finnst voðalega gaman
að fá smá athygli!

Hún Hnota, tveggja vetra merin mín er aftur á móti svolítið varari um sig enda aldrei verið tekin á
hús. Hún er þó alltaf að verða forvitnari og farin að leyfa manni að klappa sér aðeins.

Næst heimsóttum við svo folöldin og mömmur þeirra. Þessi rauðskjótti var ægilega forvitinn yfir þessum gestum

Á meðan pabbi/afi tók þessa mynd...

...tók ég þessa!

Elfa með hestfolaldið sitt, sem er eiginlega frekar með mána en stjörnu á enninu! Folaldið hefur verið nefnt Máni

Ég varð undir í nafnakeppninni í ár með nafnið Mjölnir!

Nafnar í kvöldsólinni

Á sunnudag var svo nóg að gera við að tæma gömlu hlöðuna sem var rifin í dag,
enda var hún illa farin og hluti þessara gömlu húsa sunnan við Dal skemmdust í miklu roki fyrir nokkrum árum
og fauk hluti þeirra langa leið.

Ástþór Örn skemmtir sér alltaf jafn vel í dráttarvélinni

Og nú eru gamla hlaðan horfin...

og þessi millibygging líka

En vonandi getum við einhvern tímann boðið í heimsókn í þennan hjall uppgerðan og viðbættan!
Ja kannski að við Sigurður höldum kannski bara upp á 65 og 67 ára afmælin okkar þarna...
árið 2041 :o)

Á meðan þeir voru í húsastandinu tíndu ég blóðberg sem á að endast í te fram á næsta vor

Sumt var alveg komið í blóma og er því bara augnayndi í staðinn þar sem ekki er gott að tína blóðberg eftir að
blómin hafa sprungið út. Í dag er ég svo að sólþurrka "aflann" á svölunum og hlakka til að hita mér te.
Til hægri á myndinni má sjá bláber á byrjunarreit

Ég ætla að gerast svo djörf að spá góðri berjasprettu í ár!

Arnaldur Kári hafði það gott í vagninum á meðan ég tíndi jurtirnar

Afi Ástþór fékk sér smá kríu en var vakinn af þessum tveimur hressu herramönnum
Arnaldur Kári í rosa stuði!

Hann er bara svo fyndinn þessi strákur

Notalegt að kúra hjá afa
![]()
Og hér eru svo nokkrar bæjarmyndir líka, nokkrar teknar fyrir helgina og aðrar frá því í dag!

Arnaldur Kári varð hvorki meira né minna en sex mánaða síðasta fimmtudag, 19. júní!

Baðstrákur í góðu skapi

Og ein nær-nærmynd

Amma Kata leit til okkar um daginn og hér eru þau öll sokkin niður í söguna um hann Pétur sem ferðast til Bláberjalands

Í dag drifum við okkur út, Ástþór Örn hjólandi en ég keyrandi vagninn

Arnaldur Kári lét fara vel um sig á meðan stóri bróðir púlaði í brekkunum

Hittum nokkrar Lóur á leiðinni

Hér í hverfinu okkar er voðalega mikið af brekkum og því getur nú verið svolítið
erfitt að fara í hjólatúra hér um hverfið. Í sumar ætlar Ástþór Örn að reyna að
hjóla svolítið meira og losa sig við hjálpardekkin

Komum við á hinum sívinsæla "gubburólu"


Þegar heim var komið settumst við á svalirnar og slöppuðum af í góða veðrinu

Ástþór Örn föndrar með skrítinn svip

Þessi litli kútur fékk ekki að láta sólina skína á sig þannig að hann var bara undir teppi
og hafði það notalegt í peysu og með húfu. Ástþór Örn hafði nú ansi sjaldan sett upp
húfu á sama aldri, bara sólhatta!!