17. júní 

 

 

Gleðilega þjóðhátíð, vonum að þið hafið átt góðan dag. Ástþór Örn var ansi áhugasamur um daginn og sagnfræðingurinn gat nú sagt honum sitt hvað, þó ég hafi nú þurft að passa mig að hafa þetta allt ansi hnitmiðaða og svart/hvítt! En í leiðinni var aðeins rætt um sjálfstæði og alls konar fleira skemmtilegt! Það var yndislegt að fá svona aukafrídag og hér var mikil sumarstemmning á svölunum okkar. Við sátum úti og slöppuðum af í sólinni en drifum okkur svo og fengum okkur meðal annars göngutúr í Grasagarðinum. Í kvöld var svo grillað Dalslamb og útbúið gott meðlæti, auk þess sem við útbjuggum uppáhaldseftirréttinn okkar í tilefni dagins. Sem sagt hinn notalegasti þjóðhátíðardagur!

 

 

 

Arnaldur Kári herramaður

 

 

 

Mætt í Grasagarðinn í blíðskaparveðri

 

 

Hann er svo sætur þessi strákur með slaufuna og í gúmmískónum!!

 

 

 

Man ekki hvað þessi fallegu blóm heita en þau hljóta að vera af sóleyjarætt

 

 

Bóndarósin að springa út

 

 

 

 

 

Ég blómarósin ;o)

 

 

 

 

 

Ég get bara alveg gleymt mér í blómamyndatökunum í svona grasagörðum!

 

 

 

Hjartablómin svo falleg

 

 

 

Þessi fallegi hlynur er eitt af uppáhaldstrjánum mínum í dalnum

 

 

 

Andafjölskylda nýtur lífsins

 

 

 

Ástþór Örn alveg heillaður af þessum dúllum...og þarna sjást gæsaungarí baksýn

 

 

 

Það var nú held ég bara eitthvað ættarmót gæsa þarna í dag því það voru þarna nokkur pör með óteljandi unga

 

 

 

 

 

Kátur strákur á harðarhlaupum

 

 

 

Í Langagerðinu var bóndarósin líka að springa út

 

 

 

Þið afsakið allar þessar blómamyndir inni á síðu Ástþórs Arnar og Arnaldar Kára...

 

 

 

Gasblaðra fastur liður á 17. júní er það ekki?!

 

 

 

Í dag var líka svolítið stór dagur hjá Arnaldi Kára! Þegar maður er nú farinn að sitja við borð eins og fínn maður er

nú líka kominn tími á smá graut! Fyrsti grauturinn 17. júní 2008! Ef ég man rétt smakkaði Ástþór Örn líka graut í fyrsta skiptið

tveimur dögum fyrir sex mánaða afmælið sitt

 

 

 

Eins og við mátti búast vissi þessi litli strákur bara ekkert hvað honum átti að finnast

um grautinn. Hann opnaði þó munninn þegar skeiðin nálgaðist en þurfti nú nánast áfallahjálp

í framhaldi! Við höldum áfram að æfa og bæta við litrófið í þessum efnum eftir því sem við á!

 

 

 

Þessi fíni indjáni mætti hér í heimsókn seinni partinn og mig langaði mest af öllu í heiminum

að komast í heimsókn til Guðrúnar Láru vinkonu minnar og fara í leiðangur með henni til

Stokkhólms í yndislegu búðina þar sem búningurinn var keyptur í síðasta haust...

nú eða bara komast í heimsókn í garðinn til þeirra, ferðin til Stokkhólms væri bara aukaatriði!