5. júní 

 

 

 

Búið að vera nóg að gera hjá okkur í sveitinni, þó að veðrið hafi ekkert verið eins og við hefðum kannski óskað okkur. En þannig vill það nú oft vera hér á þessu annars ágæta landi!! Sumarveðrið ekkert endilega

allt of sumarlegt! Við erum búin að eiga skemmtilega daga hér í sveitinni úti og inni. Í gær fengum við svo góða gesti til okkar þegar Diddi, Sigyn, Friðrik, Eiríkur og Örn komu. Þeir frændur skelltu sér á hestbak,

léku hér úti og svo var grillað alls kyns góðgæti. Mjög skemmtilegt allt saman.

 

Hér eru nokkrar myndir, sem við höfum tekið en einnig nokkrar sem Diddi tók í gær þegar þau komu. Njótið vel og hafið það öll sem allra allra best!

 

 

 

Feðgar úti hjá hrossunum

 

 

 

Með sólina í andlitið og vindinn í bakið!!

 

 

 

Ástþór Örn kembir Frakk

 

 

 

Hann kann afskaplega vel að meta svona dekur

 

 

 

Píla fékk svo smá yfirhalningu líka

 

 

 

 

Sigurður keyrir skít í beð og undirbýr þannig fyrir græðlingana sem verða settir niður í sumar

 

 

 

Slappað af!

 

 

 

Og ein alvöru sumarmynd

 

 

 

Í fyrradag fórum við í fyrstu fjöruferð þessa sumars, þær eiga vonandi eftir að verða margar

 

 

 

Arnaldur Kári lét fara vel um sig í vagninum á meðan þeir feðgar keyrðu hann í sandinum

 

 

 

 

Ástþór Örn elskar að fara í fjöruna og talar orðið um Snæfellsjökul eins og einn af fjölskyldumeðlimunum!

 

 

 

 

Sigurður var næstum orðinn innlyksa á þessu skeri

 

 

 

Ástþór Örn fékk nú ekki leyfi til að fara eins langt og pabbi hans!

 

 

 

 

Kríurnar voru í óvenju góðu skapi og létu okkur alveg í friði í þetta skiptið

 

 

 

Þegar heim var komið fengum við okkur vöfflur og kaffi en Arnaldur Kári varð að sætta sig við kossa og knús!

 

 

 

Ástþór Örn var ansi spenntur að fá þá frændur sína í heimsókn í gær og fannst mikið atriði að þeir fengju að fara á hestbak

 

 

 

Eiríkur hestasveinn

 

 

 

Ansi reffilegur kominn á bak á Krumma

 

 

 

Þeir feðgar á Frakk

 

 

Eins og þeir hafi aldrei gert annað, Friðrik og Örn!

 

 

 

Ástþór Örn líka ansi efnilegur knapi

 

 

 

Nógu sætur er hann alla vega í útreiðarfötunum :o)

 

 

Friðrik Aðalsteinn fær smá leiðsögn frá Sigyn

 

 

 

Frændur á spjalli. Ástþór Örn þurfti að segja þeim frá öllu hér í sveitinni og einhverju mörgu öðru líka!

Hann elskar að fá gesti og vissara fyrir þá að vera með hvíld eyru þegar þeir mæta á svæðið...nei ég segi nú bara svona!!!

 

 

 

Arnaldur Kári fylgdist spenntur með. Hann bablar orðið svo mikið að okkur

grunar að hann eigi eftir að verða eins málglaður og stóri bróðir...já og mamma hans og pabbi...

og afar, ömmur..langömmur og frændur og frænkur!!!

 

 

 

 

Diddi tók flestar myndir gærdagsins og meðal annars þessa fínu af þeim feðgum

 

 

 

Örn og Eiríkur miklir herramenn en samt svo stutt síðan þeir voru bara

svo agnarsmáir kútar!

 

 

 

Og hér frændamynd í lokin, Friðrik Dagur og Arnaldur Kári!