2. júní
Við enn í sveitinni og höfum haft það fínt. Veðrið mætti nú kannski vera aðeins betra þar sem Kári hefur blásið vel og rignt svolítið. En við höfum nú samt getað verið
heilmikið úti en líka bara verið inni í rólegheitum niðursokkin í krossgátur, sudoku, tafl auk þess sem Ástþór Örn hefur hrist listaverkin fram úr ermunum! Nú svo hafa
þeir feðgar verið duglegir að moka undan hestunum og undirbúa beð sem eiga að taka vel á móti eitthvað af græðlingunum og sitt hvað fleira hefur verið brallað.
Takk fyrir allar kveðjurnar, lesendur tóku aldeilis við sér! Gaman að því. Við erum svo að vona að Björg líti á okkur í vikunni, sem og Diddi og hans strákar.
Ástþór Örn vill endilega bjóða á hestbak og sýna sveitina sína. Og okkur Sigurði finnst alltaf gaman að því að fá ástæðu til að hræra í vöfflur og laga gott kaffi!

Í gærmorgun létu hrossin fara voða vel um sig hér fyrir utan og mann langaði mest að fara bara og leggjast í
hlýjuna hjá þeim!

En fljótlega fór að rigna voðalega og blása þannig að við ákváðum að baka sumarpiparkökur!

Það er reyndarn enginn pipar í þeim og ekkert jólabragð...enda sumarpiparkökur!

Ástþór Örn útbjó þennan fína draug


Enbeittur að skreyta

og afraksturinn var þessi fallegi fugl - kaka sem við tímum bara alls ekki að borða!!

Sigurður hermdi og útbjó þenna sumarfugl

:Þegar leið á daginn hætti að rigna og við klæddum okkur vel og drifum okkur út í vindinn.
Hrossinn flykkjast alltaf að Ástþóri Erni þegar hann mætir, enda oft von á góðri grastuggu eða
smá mola!

Frakkur fær þó yfirleitt mesta athygli Ástþórs Arnar

Mættur á traktornum


Gaman að fylgjast með fuglalífinu í byrjun sumars. Til dæmis hefur hér verið rjúpnapar sem okkur sýnist lifa í
afskaplega ástríku sambandi. Ég vorkenni aftur á móti ægilega andarstegg sem kemur hér í túnið á hverju kvöldi
aleinn. Svo má ekki gleyma, kríunum, hrossagaukunum, stelkunum, þröstunum og öllumhinum sem syngja
fyrir okkur allan sólarhringinn!

Ástþór Örn og rabbarbarinn....já og Píla!
![]()

Á laugardaginn var opnuð sýningin í Bláum skugga í norska húsinu í Stykkishólmi. Þar sem var einstaklega
fúlt veður nenntum við nú ekki í hólminn þá en fórum þess í stað á sunnudaginn. Við byrjuðum að sjálfsögðu í
norska húsinu á sýningunni þar sem afi Ástþór á þessa fallegu mynd.

Þegar við komum út úr norska húsinu kom Ástþór Örn auga á mannmergð við höfnina
enda sjómannadagurinn. Hann varð ægilega glaður og hrópaði "það er hátíð!".
Við röltum því á höfninni og fylgdumst með hátíðarhöldunum.

Arnaldur Kári næstum að verða "hólmari" enda búinn að fara vítt og breitt um
bæinn í vagninum sínum, heimsækja tvö söfn og hvaðeina!!

Margt fólk mætt á bryggjuna enda fínasta veður

Þarna sat svo Ástþór Örn og fylgdist með í dágóða stund, eftir að hafa
komist að því að það var of seint að skrá sig til leiks!!
Á leiðinni heim var svo hlustað á þátt á gufunni um sögu sjómannadaginn
með lögum í stíl. Ástþóri Erni fannst mikið til dagsins koma og hlustaði
spenntur á útvarpsþáttinn og sagði okkur svo í gær að þetta hefði verið besti
dagur lífs hans! Hann vildi nú samt ekki verða sjómaður þegar hann yrði stór,
því þeir ættu svo sjaldan frí.
![]()

Kátur strákur í Dal


Stundum erfitt að ná mynd af þessum pjökkum!

Svei mér þá ef þeir eru ekki báðir að stækka voðalega hratt!

Í gær skruppu Sigurður og Ástþór Örn í sund í hólminn. Við Arnaldur Kári
vorum bara heima í rólegheitum á meðan.


Þegar þeir komu heim var veðrið aðeins orðið skárra og við mæðgin
fórum aðeins út í göngutúr og drifum Pílu og Trýnu með okkur.
Komum aðeins við í leynilautinni hans Ástþórs Arnar...sem reyndar blasir nú við
enda búið að draga þar upp þennan fána og fleira!



Alltaf komið við hjá hestunum, sem eru alltaf glaðir að sjá þennan strák

Hrafnaklukkurnar fallegu

Á leið í háttinn!

Ástþór Örn kvartar sáran yfir hártogunum litla bróður sem er ansi snöggur að
grípa það sem honum líst vel á...og reyna að troða því upp í sig!