30. maí
Þá erum við fjölskyldan komin í smá sumarfrí og ætlum að hafa það gott í sveitinni í nokkra daga. Hér er svolítið af myndum!

Í göngutúr!

Rennt fyrir sílum í skurðinum

Ástþór Örn var orðinn svolítið fótalúinn þarna og hafði auk þess dottið svolítið illa
og hróflað sig, óskaði þess að hann væri lítill bróðir sem væri keyrður í vagni.
Hann hvarf þó af þeirri skoðun þegar heim var komið, búið um sár og svo lagst upp
í sófa með smá gúmmelaði og horft á Tinna!!

Á leiðinni heim bar hann sig nú samt nógu vel til að færa mér blóm, alltaf sami herramaðurinn!

Eftir að svartaþokunni létti hefur verið ágætt veður í sveitinni og hlýtt. Núna er þó farið að þykkna aftur upp,
en við vonum að við fáum alvöru sumarveður fljótt aftur

.Það hefur nú samt verið svolítið rok hjá okkur

Ástþór Örn krítar

Þessi stubbur alltaf kátur og finnst ægilega notalegt að láta keyra sig í vagninum.
Það mun nú sjálfsagt ekki líða allt of langt þar til við skiptum út burðarrúminu á vagninum
fyrir kerruna því hann vex svo hratt! Orðinn 71 cm og tæp 9 kíló.

Sumarstrákurinn Ástþór Örn

Notalegt að sitja undir teppi í stólnum og fylgjast með eldhúsverkunum

Það var ekki hægt að sleppa því að mynda þessar ægilega sætu táslur sem gægðust undan teppinu

Og ekki gat ég slepp því að mynda þessa óendanlega sætu bræður :o)

1500 græðlingum komið fyrir, verða gróðursettir hér á næstunni

Þessi græðlingur hefur vaxið ansi hratt og er farinn að ræða skólagöngu sína
og bílpróf eins og fullorðinn maður!!

Og ein mæðginamynd

Ástþór Örn brynnir hrossunum

Ástþór Örn og Krummi

Í dag skruppum við svo aðeins í Stykkishólm. Sigurður og Ástþór Örn skruppu í sund en við Arnaldur Kári röltum
um bæinn. Síðan lá leiðin á vatnasafnið í gamla bókasafninu...og draumaíbúðarhúsi mínu til margra ára!!

Væri nú gaman ef þetta væri inni í stofu hjá mér!

Við mæðgin leikum okkur að vatnasúlunum

Maður getur staðið endalaust þarna og notið útsýnisins úr Vatnasafninu

Horft yfir bæinn

Horft í gegnum vatnasúlurnar

Ástþór Örn var mjög ánægður með ferðina á safnið en var hér að sýna einhvern
nýjan myndasvip, sem mér þótti ekki næstum eins töff og honum sjálfur.
Góða helgi og takk fyrir kveðjur í Gestabókina. Ég tek undir með Áslaugu frænku í Þýskalandi
að þið mættuð vera enn duglegri að senda okkur kveðjur!! :o)