27. maí  

 

                       

 

 

Smá kveðja úr sveitinni. Allt gott að frétta, komumst loksins aðeins út í dag. Í gær var hífandi rok og rigning en í morgun þegar við vöknuðum svartaþoka! Þokunni létti svo aðeins

og fór aðeins að blása...nema hvað! Við vonumst eftir smá sólarglætu og aðeins fleiri hitagráðum en 9 á morgun og næstu daga. Annars erum við bara farin norður eða austur!!

 

 

 

Arnaldur Kári var settur í smá æfingar í morgun en langaði miklu meira að kúra bara á teppinu sínu

 

 

 

Sjálfsmynd!

 

 

 

Og svona var að horfa út! Þannig að við vorum nú bara inni í rólegheitum og réðum krossgátu, spiluðum, lásum og

horfðum nú líka aðeins á Tinna.

 

 

Arnaldur Kári klæddur og kominn á ról!

 

 

 

Um miðjan dag skruppum við aðeins út enda hafði þokunni aðeins létt

 

 

Svo falleg döggin á Maríustakknum. Við Ástþór Örn sáum glampa á fullt af fallegum demöntum!

 

 

 

 

 

 

Svolítið skemmtilegra að sjá eitthvað út úr augunum!

 

 

 

 

Trýna og Píla

 

 

 

Ástþór Örn var ægilega glaður að komast loksins aðeins út að leika sér

 

 

 

Hófsóleyarnar vöktu mikla lukku hjá okkur Ástþóri Erni, enda óskaplega fallegar

 

 

Ástþór Örn rannsakar!

 

 

Ástþór Örn og sóleyarnar

 

 

 

 

 

Maríuerla á steini að virða tilveruna fyrir sér

 

 

 

Sandkassinn alltaf vinsæll þó að leiksvæðið í sveitinni stækki óðum, eftir því sem þessi strákur stækkar og þroskast!

 

 

Og stelkurinn fylgist með okkur, þar sem hreiðrið hans er þarna rétt hjá

 

 

 

Við ætllum að reyna að komast til þessara félaga okkar á morgun