Skírnarhelgi í Dal   

 

 

Þann 17. maí var Arnaldur Kári skírður í sveitinni. Skírnardagurinn var notalegur og fallegur, þó að það hefði ekki verið mikið hægt að vera úti þar sem veðrið var nú heldur íslenskt!!

Það var svo auðvitað líka kíkt í fjárhúsin, á hestbak og fleira.

 

 

 

Skírnarvatnið sótt í Straumfjarðará. Afi Ástþór, Guðrún Lára, Ástþór Örn Hugi og María

fóru niður að á og sóttu vatn í Bænhúshyl.

 

 

 

 

 

 

Afi Ástþór hnýtir bindið á Ástþór Örn

 

 

Ægilega sætir þessir vinir

 

 

 

Hugi og María prúðbúin og sæt

 

 

 

 

 

Fjölskyldumynd...held bara sú fyrsta sem er tekin af okkur öllum fjórum saman

 

 

Arnaldur Kári í skírnarkjólnum sem amma Kata saumaði á Gauta frænda 1995. Marteinn frændi og Ástþór Örn

voru líka í kjólnum þegar þeir voru skírðir 2001 og 2003. Og enn hefur amma Kata ekki haft ástæðu til að

færa kjólinn í stelpubúning! Og talandi um alla þessa frændur eignuðust Addi frændi okkar og Sunna konan hans

dreng 16. maí. 

 

 

Líkt og þegar Ástþór Örn var skírður hélt afi Ástþór á skírnarbarninu og afi Örn sá um skírnina.

 

 

Guðforeldrar Arnaldar Kára eru Guðrún Lára æskuvinkona mín, Hrafnhildur afasystir Arnaldar Kára og Valgarður maðurinn hennar.

 

 

Steinsofnaði fljótlega eftir athöfnina

 

 

 

Skírnartertan góða!

 

 

 

 

Amma Hilla

 

 

 

Arnaldur Kári vaknaður og kominn í sparifötin

 

 

 

Hrabba og Gunnar Steinn

 

 

Gunnar Steinn, Ástþór Örn, Valgarður, afi Örn og amma Hilla

 

 

 

Slappað af hjá Hröbbu frænku

 

 

 

Guðrún Lára og Einar Þór, sem eru núna  því miður aftur flogin til Svíþjóðar!

 

 

 

 

 

Eftir athöfnina drifum við okkur úr sparifötunum og skelltum okkur í heimsókn í fjárhúsin. María bar sig mjög fagmannlega

að þegar hún heilsaði upp á kindurnar og leit eftir lömbunum!

 

 

 

Allt brauðið búið!!

 

 

 

 

  

 

Sprangað í hlöðunni!

 

 

 

 

 

 

Skírnardagurinn var heldur blautur og því miður ekki hægt að skreppa á hestbak.

Við vonumst bara eftir Maríu og Huga aftur í sveitina sem fyrst svo að Ástþór Örn

geti boðið þeim á hestbak :o)

 

 

 

 

 

Vonandi að ég geti tekið mynd að þessum tveim saman sem fyrst...vonandi þá í Svíþjóð!

 

 

 

Bræður  kúra á sunnudegi

 

 

Ástþór Örn helst ekki allt of lengi í neinni leti á morgnana heldur vill drífa sig fram í morgunmat!

 

 

 

Píla Ástþór Örn og Valli á leiðinni að aðstoða afa Ástþór í plöntunum

 

 

 

  

 

Þessi enn aðeins of lítill í sveitastörfin

 

 

Daginn eftir skírnina uppgötvaðist að Ástþór Örn hafði alveg gleymt að skrifa í gestabókina og bætti hann úr því

 

 

 

Fallegt sólarlag í sveitinni á sunnudagskvöldið

 

 

Á mánudag var fallegasta veður og við ákváðum að fresta heimför aðeins. Ástþór Örn dreif sig á hestbak

 

 

 

 

Ástþór Örn dreif sig á bak á Frakki

 

 

og bauð svo Hrafni í smá ferð líka

 

 

 

Og afi á Létti

 

 

Og núna er fyrsti hluti sumarfrís hafinn og verður honum að mestu varið í sveitinni. Við hlökkum til að komast í

sveitasæluna. Nema að við förum bara austur á land þar sem spáð er 26° C og sól!!

 

 

 

 

Hafið það öll sem allra best!