9. maí

 

 

Löng helgi fram undan og meira að segja aukafrí hjá Ástþóri Erni á þriðjudaginn þegar er starfsdagur á leikskólanum.

Við stefnum að því að slappa af og kíkja í sveitina í sauðburð og á hestbak. Vonum að þið hafið það öll gott og

þökkum fyrir kveðjurnar í Gestabókinni.

 

 

 

Vikan hefur liðið hratt og þessi strákur verið hinn prúðasti á meðan mamman hefur lesið

yfir ritgerðir og verið að læra á nýja saumavél!

 

 

Lítill brandarakarl

 

 

 

Áður en saumavélin kom í hús hafði Ástþór Örn verið að reyna að fá mig til að prjóna peysu með mynd á (og reyndar ullarbixir líka!!) en ég ekki alveg lagt í það.

En það var auðvelt að verða við beiðninni þegar var kominn saumavél í hús. Okkur fannst voða fínt að setja kýrauga á bolinn :o)

 

 

Arnaldur Kári að kúra undir sæng...ég skellti mér í að sauma sængurver til

að æfa mig

 

 

Já já farin að geta gert hnappagöt og allt!!!

 

 

 

 

 

Í gær var voða gott veður og við Arnaldur Kári sóttum Ástþór Örn snemma

á leikskólann og fórum í göngutúr.

 

 

Ástór Örn kíkir alltaf reglulega ofan í vagninn til að vera viss um að litli bróðir hafi það gott

 

 

 

Litli bróðir svaf bara og svaf í vagninum

 

 

 

Ég tók með smá nesti og það var ansi notalegt að setjast við leyniskóginn

og svala þorstanum!

 

 

 

Ástþór Örn klifurköttur með meiru

 

 

 

   

 

 

Ástþór Örn bað mig að horfa í aðra átt því hann ætlaði að koma mér á óvart. Ég stalst þó til að taka eina mynd!
 

 

 

 

Og ég fékk svo þennan flotta fíflavönd

 

 

 

 

Í dag var danssýning og kaffi fyrir foreldra, ömmur, afa og systkini á leikskólanum.

 

 

 

Að gera sig klár í dansinn!

 

 

 

Svo var byrjað á polka. Maríanna og Ástþór Örn stóðu sig ansi hreint vel,

eins og öll hin

 

 

Mikið stuð!

 

 

 

 

 

Ég rakst á þessa sjálfsmynd eftir Ástþór Örn á leikskólanum