2. maí
![]()
![]()
Kominn maí og í dag á hún Lilja Rós frænka okkar í Þýskalandi afmæli. Til hamingju með fjögurra ára afmælið elsku frænka, við hlökkum til að sjá ykkur í lok júní.
Maí fór ansi vel af stað í gær með yndislegu veðri og við komumst öll í svolítið sumarskap. Þeir feðgar tóku þátt í vorhreinsun í garðinum okkar á meðan ég tók til hér innan dyra!
Fengum svo ömmu Kötu í vöfflukaffi áður en hún dreif sig í sveitina. Við stefnum að því að komast nú eitthvað í sauðburðinn á næstunni líka.
Í dag dreif ég mig út með vagninn eftir að hafa setið og lesið yfir ritgerðir. Eftir smá göngutúr sóttum við Arnaldur Kári Ástþór Örn,
sem fékk að sýna litla bróður í vagninum. Sá var stoltur!
En hér eru nokkrar myndir!

Arnaldur Kári hress og kátur

Að fara að leggja sig aðeins en svona aðeins rótað í rúminu og tærnar skoðaðar fyrst! Það borgar sig alltaf að líta inn þessa litla stráks þegar
hann er búinn að koma sér í ró og sofnaður, svona til að breiða sængina ofan á hann og passa að hann sé ekki búinn að flækja sig í þessari
hringvatteringu!

Ég og Ástþór Örn skelltum okkur í klippingu á miðvikudaginn.
Enn örlar aðeins á heimaklippingu Ástþórs Arnar en það ætti að nást
úr í næstu klippingu!!

Krabbasteik :o)

Sætur þessi nýklippti strákur


Ástþór Örn hjálparkokkur hrærir í vöfflur

Komið sumar...svona alla vega í gluggakistunum hér hjá okkur.
Það sem við settum niður um daginn allt farið að spretta upp og við farin að geta
nartað í basilikuna og bíðum spennt eftir öllu hinu líka!

Og úti er allur gróður að vakna líka


Í gær skruppum við í smá göngutúr í góða veðrinu. Hér erum við hvorki meira né minna en mætt á hinn
svo kallaða gubburóló
Og maður fær botn í þessa nafngift um leið og maður sér krakkana
sveiflast í hringi í þessari rólu!!!!


Eftir smá stuð á róló röltum við niður í dalinn sem var fullur af býflugum og fuglasöng

Ástþór Örn herramaður að tína blóm sem hann færði mér

Og við mæðgin...já og þessa fj... turn


Stúfurinn okkar nýkominn inn úr vagninum

Þegar við komum heim hélt Ástþór Örn töframaður galdrasýningu. Áhorfendur þurftu þó alltaf að loka augunum á meðan
töfrarnir voru framkvæmdir þannig að við fengum nú lítið að sjá af færni þessa galdramanns!

Galdramaðurinn uppgötvaði í miðri sýningu að barnaefnið væri byrjað!

Þessi er líkur stóra bróður sínum um það að hann er nú alltaf til í svolítinn fíflagang
og hlær og hlær!!


Tásurnar nú farnar að keppa við fingur!

Ég veit að maður á ekki að hafa allt of mikinn húmor fyrir óþekkt í börnum
en í gær þurfti Sigurður eitthvað að taka fram fyrir hendurnar á sjálfstæða
fimm ára stráknum, sem fór í mikla fýlu og fór inn í herbergið sitt.
Stuttu seinna var búið að hengja þessa mynd upp hér í stofunni
og látið fylgja að pabbar væru núna bannaðir hér í stofunni!
Sigurði þótti þetta þó ekkert næstum eins sniðugt og mér...

Arnaldi Kára þykja bak- og hálsæfingar voðalega leiðinlegar en ég reyni nú að vera svolítið hörð og vorkenna honum
ekki of mikið þegar hann fer að kvarta blessaður!!


Kúrt og leikið!

Og spáð og spekúlerað!
Og hér er svo ein í lokin af Ástþóri Erni svona um það bil jafn gömlum og Arnaldur Kári er núna.
Set inn samanburðarmyndir sem sýna hvað þeir eru líkir/ólíkir bráðlega.
![]()
![]()