Gleðilegt sumar!

 

 

 

 

Bræður að komast í sumargír!

 

 

 

 

Arnaldur Kári hress að vanda! Með svona líka sætan smekk sem snillingurinn hún

Guðrún Lára sendi honum. Ekki vanþörf á þar sem þessi litli maður steypir silfurhnappa af miklu

kappi...við erum stundum farinn að halda að hann ætli að taka tennur snemma!

 

 

 

Ástþór Örn óskaði sér húlahrings með ljósum og hljóði í sumargjöf

og fékk hann frá afa Ástþóri og ömmu Kötu. Í gær æfði hann sig af kappi

og var orðinn ansi lipur seinni partinn :o)

 

 

 

Á leið út í smá sumardagsgöngutúr í vagninum

 

 

 

Ástþór Örn var lengi búinn að óska þess að hann ætti hjólabretti

og varð því voðalega glaður að fá eitt slíkt í sumargjöf.

Hann fór ansi vel útbúinn hér út og æfði sig svolítið.

 

 

 

Voðalega sætur þessi hjólabrettastrákur

 

 

 

Þessi MJÖG svo gráa og guggna mamma hafði gott af því að fara í göngutúr!

 

 

 

 

 

Æfingin skapar meistarann :o)

 

 

 

Það eru fleiri vorboðar en lóan og krían!

 

 

 

Komum við í leyniskóginum

 

 

 

 

Páskaliljurnar komnar í sumarskap

 

 

 

Ástþór Örn tekur virkan þátt í bakstri hér á heimilinu og þegar við komum inn úr göngunni

bökuðum við brauð og muffins. Ég náði þarna mynd af Ástþóri Erni í eigin hugarheimi að spegla

sig í kaffikönnunni setjandi upp alls kyns svipi!!

 

 

 

Saman ræddum við ger og hvernig mætti sjá hvort það væri líf í því eða ekki...

sem betur fer "freyddi" það hjá okkur í skálinni og því þurftum við ekki að

byrja upp á nýtt!!!

 

 

Á meðan deigið var látið hefa sig fórum við út og blésum sápukúlur

 

 

  

 

 

 

 

 

 

Björn leit svo aðeins yfir til okkar í heimsókn

 

 

 

Hress og kátur litli bróðir

 

 

 

Fylgst með í eldhúsinu. Þessa kærleiksríku samfellu sendi Guðrún Lára líka!

Nei því miður er hún ekki búin að opna formlega netverslun ;o)

 

 

 

Í morgun var haldin Moltuhátíð á leikskólanum þar sem Landvernd afhenti leikskólanum Græna fánann.

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum.

Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að uppfylla ákveðin skilyrð og fá leyfi til að flagga

Grænfánanum. Nú er Álfaheiði sem sagt kominn á græna grein!

Krakkarnir buðu á hátíð af þessu tilefni og höfðu föndrað sér þessar fínu hálsfestar og teiknað fána.

Flest fögnuðu með þeim íslenska en Ástþór Örn kaus að fara aðeins aðra leið og fagna með tyrkneska fánann á lofti!!

 

 

 

 

 

Ástþór Örn ánægður með þetta allt saman!

 

 

 

 

Góða helgi, hafið það öll sem best!