21. apríl
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
Vonum að ný vika byrji vel hjá ykkur öllum. Við áttum fínustu helgi...hefði mátt vera lengri! Við hlökkum til að fá aukafrídag á sumardaginn fyrsta.
Nokkrar myndir, flestar úr göngutúr sem við Ástþór Örn fórum í í gær.

Ástþór Örn var orðinn ansi leiður yfir því hvað hann mátti lítið knúsa þennan litla bróður sinn
á meðan hann var enn svolítið kvefaður. Nú er kvefið sem betur fer að renna úr fólki og
þeir bræður svona aðeins farnir að geta átt skemmtilegri samskipti í meira návígi.

Við mæðgin vorum í miklum vorhug í gær. Settum niður meira af kryddjurtafræjum en vonumst líka eftir því að
geta komið upp jarðarberjaplöntum, chiliplöntum og uppáhaldi Ástþórs Arnar Morgunfrúm!
Í sumar stefnir hann svo að því að vera með akra í sveitinni og stefnir reyndar á hrísgrjónarækt :o)

Eltingaleikur


Við fórum svo í leyniskóginn svo kallaða sem er ekki langt hér frá okkur.
Þangað er oft farið af leikskólanum.


Lipur klifurköttur!



Ástþór Örn tekinn við myndavélinni!


Veit ekki hvað þessi kona hefur haldið...

Ástþóri Erni leist ógurlega vel á þetta mótórhjól!

Ég sagði nú Ástþóri Erni að það væri nú kannski ekki alveg kurteisi að vera að taka svona myndir af útidyrunum hjá fólki

...já já þá er bara um að gera að taka myndir af gluggunum frekar!!!!!!!!!

Svolítið skemmtilegra myndefni?!

Komið vor, enda heyrðum við í fyrsta skiptið í Lóunni í þessum göngutúr okkar

"ég ætla að taka mynd af þessum duglega hlaupagarpi"

Þessi ljúflingur svaf nú á sínu græna heima á meðan við fórum út en vaknaði stuttu eftir að við komum heim, ansi hress og kátur
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
![]()
a